64. fundur 28. júní 2016 kl. 17:00 - 19:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.SSNV - fundargerð stjórnar 15. júní 2016

1606019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Húsfélagið, Hnjúkabyggð 27 - fundargerð 24. júní 2016

1606021

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Blönduósbæjar

1603011

Ágúst Þór Bragason mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu við undirbúning lagningu ljósleiðara í Blönduósbæ.



Að því loknu yfirgaf hann fundinn.

4.Lögfræðistofa Inga Tryggvasonar ehf - erindi

1606020

Óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á því hvort merkin á milli Köldukinnar 1 og lands Blönduósbæjar séu ekki eins og greinir í Landamerkjaskrá fyrir Köldukinn frá 26. maí 1890 og hvort Blönduósbær sé ekki reiðubúinn til að hnitsetja landamerkin.



Byggðaráð felur tæknideild að vinna frekar í málinu.

5.Ámundakinn

1606022

Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámundakinnar mætti á fundinn og kynnti verkefni Ámundakinnar sem eru í gangi og eru framundan á Blönduósi.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Var efnið á síðunni hjálplegt?