205. fundur 07. desember 2021 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri og Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs mæta undir þessum lið.
Sigrún Hauksdóttir fór yfir stöðuna á fjárhagsáætlun 2022, eins og hún var lögð fram við fyrri umræðu í sveitarsstjórn 30/11.s.l., og vísað þar til byggðaráðs til frekari vinnslu. Einnig voru kynnt erindi og beiðnir um styrki eða aðra aðkomu að verkefnum sem taka þarf afstöðu til við lokavinnslu fjárhagsáætlunar.

Haldinn var fundur með öllum deildum þann 2/12.´21, þar sem óskað var eftir mögulegum hagræðingaaðgerðum frá deildum.
Byggðaráð fór vandlega yfir fram lagðar tillögur deilda og einnig aðrar mögulegar aðgerðir sem gætu orðið til lækkunar á kostnaðarliðum fjárhagsáætlunar fyrir 2022.

Þá fór Ágúst Þór Bragason yfir stöðu framkvæmda og kostnaðar á þeim verkefnum sem hafa verið í gangi inná síðari hluta ársins, og ekki hafa verið gerð upp, eins og vinna við verknámsbyggingu grunnskóla og veituframkvæmdir. Umræður urðu um stöðu þessara mál.

Að loknum ítarlegum umræðum um stöðu vinnunar þá var skrifstofu- og fjármálastjóra, ásamt sveitarstjóra falið að uppfæra fjárhagsáætlun 2022, í samræmi við umræðu og ákvarðanir á fundinum, og leggja fyrir byggðaráð til lokayfirferðar og síðan til síðari umræðu og staðfestingar sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?