65. fundur 15. júlí 2020 kl. 16:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
  • Lee Ann Maginnis varamaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar.

2005005

Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030.
Breytingin er þríþætt:
1.
Breyting er gerð á legu Þverárfjallsvegar nr. 73. á 2 km vegkafla.
2.
Fjögur ný efnistökusvæði eru skilgreind þar af þrjú vegna vegagerðarinnar og eitt vegna efnisvinnslu á Sölvabakka.
3.
Stækkun sorpförgunarsvæðis Ú1 og E4 og aukning á árlegu magni til urðunar, landmótun og rekstur brennsluofns í Stekkjarvík í Refasveit.
Opið hús var haldið hjá Skipulagsfulltrúa mánudaginn 6. júlí, engar athugasemdir hafa borist eftir þann fund.
Meðfylgjandi er greinargerð og uppdráttur unnin af Landmótun ehf. dags. 22.06.2020.
Nefndin samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 30. grein skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast skal auglýsa aðalskipulagsbreytingununa skv. 31. gr. skipulagslaga.

2.Kirkjugarður - Umsókn um byggingarleyfi

2006014

Fyrir liggja athugasemdir eftir grendarkynningu sem nú er lokið.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að halda fund með hlutaðeigandi og frestar erindinu þar til honum er lokið.

3.Umhverfisverðlaun 2020

2007006

Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar 2020.
Nefndin fór í vettvangsferð til að skoða staði sem koma til greina.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?