61. fundur 27. nóvember 2018 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Rannveig Lena Gísladóttir forseti
  • Sigurgeir Þór Jónasson 1. varaforseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Jón Örn Stefánsson varamaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar, óskaði eftir í byrjun að bæta við einu máli á dagskrá sem verður mál nr. 5

1.Fjárhagsáætlun 2019 - fyrri umræða

1811013

Sigrún Hauksdóttir aðalbókari Blönduósbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.

Sigrún Hauksdóttir fór yfir fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2019.

Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina.

Fjárhagsáætlun vísað til byggðaráðs til frekari vinnslu.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlanir

1407022

Sigrún Hauksdóttir kynnti og fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun Blönusósbæjar 2018.

Viðaukinn staðfestur af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 17:45

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 126

1811005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 126 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þessum lið.

    Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2019. Farið var yfir tekjuhlið fjárhagsáætlunar og byrjað að fara yfir einstaka málaflokka.

    Ágúst Þór mætti á fundinn kl. 17:30 og farið var yfir drög að framkvæmdaráætlun ásamt áframhaldandi yfirferð á gjaldskrám.

    Ágúst Þór vék af fundi kl. 18:00

    Haldið áfram umræðum um fjárhagsáætlun 2019.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 126 Frá árinu 1990 hefur Landgræðsla ríkisins verið í samstarfi við fjölmarga bændur um uppgræðslu á gróðursnauðum svæðum í heimalöndum þeirra í verkefninu "Bændur græða landið".
    Í Blönduósbæ voru 5 þátttakendur í verkefninu árið 2018. Þeir báru 10,8 tonn af áburði á um 55 hektara lands.

    Landgræðslan fer þess á leit við Blönduósbæ um fjárstuðning vegna ársins 2018 að upphæð 30.000 kr.

    Byggðaráð samþykkir 30.000 kr sem færist á 1189 - 9919.
    Bókun fundar Staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 126 Jólasjóður A-Hún óskar eftir fjárstuðningi vegna jóla 2018, sjóðnum er ætlað að styrkja bágstadda einstaklinga og fjölskyldur hér á svæðinu fyrir jólin.
    Sjóðurinn er eingöngu byggður upp á gjafafé og styrkjum frá félögum, bæjarfélögum og einstaklingum.

    Byggðaráð samþykkir 100.000 kr. styrk sem færist á 0285 - 9919
    Bókun fundar Staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 126 Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps óskar eftir styrk til starfsins frá sveitarfélaginu, líkt og hefur verið á liðnum árum, en kórinn hefur unnið öflugt starf.

    Byggðaráð samþykkkir 50.000 kr. styrk sem færist á 0589 - 9919

  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 126 Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur það hlutverk í sveitarstjórnarlögum að stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum ráðstöfunum þeirra.

    Lagt fram tilkynningar.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 127

1811007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 127 Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2019. Haldið áfram frá síðasta fundi að fara yfir einstaka málaflokka og farið yfir fjárfestingar fyrir árið 2019.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 127 Byggðaráð samþykkir að leggja það til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 með gjöldum uppá 13.849.000 kr. og tekjum uppá 47.500.000 kr., þar af innviðastyrkur uppá 20.000.000 kr.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 128

1811009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þessum lið.

    Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2019.
    Fjárhagsáætlun Blöndúósbæjar fyrir árið 2019 er vísað til fyrri umræðu sveitarstjórnar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Viðauki við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2018 er vísað til sveitarstjórnar.

    Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 15:45
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Sveitarstjóri fór yfir forsendur og aðdraganda viðræðna við fasteignasöluna Domus vegna Þverbrautar 1 og vísaði í minnisblað sem sent hafði verið á sveitarstjórn. Tilboð voru gerð í báðar eignir að Þverbraut 1 með skýrum fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar og fjármögnun.
    Gagntilboð frá eigendum liggur fyrir til ákvörðunar um framhaldið.

    Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að gagntilboði verði tekið með áherslu á að húsnæðið nýtist sem fyrst á nýju ári.
    Bókun fundar Talsverðar umræður sköpuðust.

    Jón Örn Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Óslistinn leggur áherslu á að þessi lausn hafi á engann hátt áhrif á þau uppbyggingaráform Blönduskóla sem nú eru komin af stað, og þá að aðstaðan verði til brúks strax á nýju ári."


    Þessi liður fundargerðarinnar var borinn undir atkvæði og staðfestur með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Fyrir fundinum lá erindi um stöðu Gamla KH hússins á Blönduósi og mögulega framtíðanýtingu þess á vegum sveitarfélagsins.
    Byggðaráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið til enda.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa óskar eftir 50.000 kr fjárstuðningi vegna helgarnámskeiðs fyrir stúlkur á 12. aldurs ári í Austur-Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra. Verkefnið heitir "stelpur geta allt" og er markmið þess að styrkja sjálfsmynd ungra stelpna.

    Byggðaráð samþykkir 50.000 kr sem færist á lið 0589-9995

    Bókun fundar Staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Gjaldskrá Brunavarna Austur-Húnvetninga lögð fram til staðfestingar og kynntar breytingartillögur sem borist höfðu um orðalag og viðmið.

    Byggðaráð samþykkir gjaldskrá fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Fundargerð aðalfundar 31. október, ásamt nýrri skipulagsskrá sem samþykkt var á fundinum lagt fram til kynningar.

    Byggðaráð vísar erindi til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Miklar umræður sköpuðust um starfsemi og rekstrarform Textíl- og Þekkingarseturs.

    Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins vegna ónógrar kynningar. Sveitarstjórn beinir því til stjórna félaganna að kynna málið frekar fyrir sveitarstjórn.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Fundargerð framhaldsaðalfundar 19. nóvember ásamt nýrri skipulagsskrá sem samþykkt var á fundinum lagt fram til kynningar.

    Byggðaráð vísar erindi til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins vegna ónógrar kynningar. Sveitarstjórn beinir því til stjórna félaganna að kynna málið frekar fyrir sveitarstjórn.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 128 Fundargerð frá Tónlistarskóla A-Hún frá 20. nóvember 2018 ásamt fjárhagsáætlun 2019 lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?