83. fundur 13. október 2020 kl. 17:00 - 18:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá

1.Breytingar á nefndarskipan

2006028

Forseti sveitarsjórnar leggur fram breytingu á nefndarskipan hjá Blönduósbæ
Hjálmar Björn Guðmundsson, forseti sveitarstjórnar, lagði fram eftirfarandi breytingar á nefndarskipan:

Fræðslunefnd:

Í stað Arnrúnar Báru Finnsdóttur komi Sigurgeir Þór Jónasson sem 1. varamaður.

Skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefnd:

Í stað Atla Einarssonar komi Sigurgeir Þór Jónasson sem aðalmaður.
Í stað Svans Inga Björnssonar komi Atli Einarsson sem 3. varamaður

Menningar-, tómstunda-, og íþróttanefnd:

Í stað Heimis Hrafns Garðarssonar komi Gunnar Tryggvi Halldórsson sem 1. varamaður.

Í stað Söru Lindar Kristjánsdóttur komi Sigurgeir Þór Jónasson sem 3. varamaður.

Jafnréttisnefnd:

Í stað Atla Einarssonar komi Hjálmar Björn Guðmundsson sem aðalmaður.

Í stað Birnu Ágústsdóttur komi Magnús Valur Ómarsson sem aðalmaður.

Byggðasamlag um atvinnu- og menningarmál:

Í stað Guðmundar Hauks Jakobssonar komi Hjálmar Björn Guðmundsson sem aðalmaður.

Í stað Hjálmars Björns Guðmundssonar komi Guðmundur Haukur Jakobsson sem varamaður.

Byggðasamlag um brunavarnir:

Í stað Guðmundar Hauks Jakobssonar komi Sigurgeir Þór Jónasson sem aðalmaður.

Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Sameiningarnefnd - Tillaga um formlegar sameiningarviðræður

2010006

Fyrir fundinum liggur minnisblað til sveitarstjórna í Austur- Húnavatnssýslu um formlegar sameiningarviðræður
Fyrir fundinum liggur sameiginleg tillaga frá fundi sameiningarnefndar A-Hún frá 30 september 2020:

"Lagt er til að sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar samþykki að skipa 2 fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í því felst að sveitarfélögin hefja formlegar sameiningarviðræður sem lýkur með kosningu íbúa. Sveitarstjórar skulu hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétt á fundum samstarfsnefndar.

Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna leiði til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og skili auknum slagkrafti við að ná árangri í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum.

Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili áliti sínu til sveitarstjórna eigi síðar en 26. mars 2021. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma."

Tillagan er samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

Hjálmar Björn Guðmudsson bar fram eftirfrandi tillögu um skipan nefndarmanna í nefndina:

Aðalmenn:
Guðmundur Haukur Jakobsson
Birna Ágústsdóttir

Varamenn:
Sigurgeir Þór Jónasson
Gunnar Tryggvi Halldórsson

Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67

2010002F

Fundargerð 67. fundar skipulags-, umherfis-, og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 83. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67 Nefndin vill koma eftirfarandi á framfæri.
    1. Það þarf að koma undirgöng til að tengja þéttbýlið við útivistarsvæðið í Vatnahverfi.
    2. Nýr vegur kemur rétt við vatnsból að Enni og þarf að finna aðra lausn.
    3. Nefndin setur sig ekki upp á móti því að vegur að Selvík verði sveitarfélagsvegur.
    4. Nefndin telur að aflagðir vegir verði nýttir áfram.
    Tæknideild og skipulagsfulltrúa falið að vinna frekar að málinu.
    Frekari afgreiðsu vísað til byggðarráðs og sveitarstjórnar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67 Nefndin samþykkir byggingaráformin.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67 Nefndin tekur vel í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna frekar að málinu með umsækjanda.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67 ZAL vék af fundi undir þessum lið vegna skyldleika.
    Lóðin er ekki úthlutunarhæf þar sem þegar er í gildi lóðarleigusamningur og lóðin hefur ekki verið auglýst. Skipulagsfulltrúa falið að finna aðra staðsetningu í samráði við umsækjendur. Erindinu vísað til byggðaráðs.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 172

2010001F

Fundargerð 172. fundar byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 83. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 4.1, 4.3 og 4.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Blönuduósbæjar mætti á fundinn undir þessum lið Bókun fundar Fram kom á fundi Byggðaráðs að tekjur sveitarfélagsins frá Jöfnunarsjóði á þessu ári munu skerðast um allt að 50 milljónir, útsvarstekjur muni skerðast um allt að 35 milljónir auk þess sem launakostnaður er um 30 milljónir umfram áætlun. Þá er jafnframt ljóst að aðrar rekstrartekjur sveitarfélagsins hafa dregist saman vegna sérstakra aðstæðna í samfélaginu. Því leggur sveitarstjóri til að rekstrarárinu verði lokað með heimild til lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga.

    Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 150.000.000 kr., til 35 ára, í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir fundinum.

    Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til þess að fjármagna, meðal annars, viðbyggingu við Blönduskóla ásamt öðrum framkvæmdum í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Jafnframt er Valdimari O Hermannssyni, kt: 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Blönduósbæjar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

    Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 4.2 1901004 Lóðamál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Þorgils Magnússon skipulags- og byggingafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir lóðamál í sveitarfélaginu
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Byggðarráð samþykkir reglur og gjaldskrá fyrir geymslu- og gámasvæði á Skúlahorni Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest í sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Sveitarstjóri fór á fund fyrr í dag um málefni fatlaðs fólks og greindi hann frá honum. Endurskoðuð áætlun er lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Sveitarstjóra falið að vera fulltrúi Blönduósbæjar á aðalfundinum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Formanni byggðarráðs falið að vinna að undirbúningi fundarins
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 172 Bókun fundar Sveitarstjórn tekur sérstaklega undir eftirfarandi afgreiðslu byggðaráðs varðandi lið 10.1 í fundargerð byggðaráðs frá 12.10.2020 er varðar lagningu Þverárfjallsvegar:

    "Sveitarfélagið áskilur sér rétt til þess að njóta samningsgreiðslna fyrir vegstæði og efnistöku eins og aðrir landeigendur"

5.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Skýrsla sveitarstjóra um ýmis mál er varðar sveitarfélagið
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri fór yfir stöðu mála í sveitarfélaginu.

Skýrslan mun birtast á heimasíðu sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?