89. fundur 11. mars 2021 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson 2. varaforseti
 • Anna Margret Sigurðardóttir 1. varaforseti
 • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
 • Zophonías Ari Lárusson varamaður
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Svanur Ingi Björnsson varamaður
 • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð Anna Margret Sigurðardóttir Svan Inga Björnsson velkominn á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund.
Þá óskaði hún eftir því að einu máli verði bætt á dagskrá og verður það mál númer 7.

1.Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar

2103013

Í októbermánuði 2020 samþykktu sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 8. mars.
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, fór yfir og kynnti skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagastrandar og Skagabyggðar.

Skilabréfið og álit samstarfsnefndar tekið til fyrri umræðu.
Afgreiðslu vísað til seinni umræðu.

2.Brunarvarnir Austur-Hðunvetninga - Fundargerðir stjórnar frá 29. janúar og 4. mars 2021

2103012

Fundargerðir stjórnar Brunavarna Austur-Húnvetninga frá 29. janúar og 4. mars 2021
Fundargerðir Brunavarna Austur-Húnvetninga frá 29. janúar og 4. mars 2021 ásamt minnisblaði lagðar fram til kynningar.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 183

2102004F

Fundargerð 183. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 89. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 183 Byggðarráð þakkar þeim Þorgils og Páli Ingþóri fyrir kynninguna og felur þeim að vinna áfram að verkefninu með Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar. Páll Ingþór vék af fundi eftir þennan lið
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 183 Byggðarráð tekur jákvætt í erindi Bæjartúns leigufélags hses. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu áfram. Þorgils vék af fundi eftir þennan lið
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 183 Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk með Sveitarfélagið Skagafjörð sem leiðandi sveitarfélag. Samningurinn gildir til eins árs, með endurskoðunarákvæði í ársbyrjun 2022. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Bókun fundar Valdimar O. Hermannsson fór yfir og kynnti samning um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.

  Samningurinn borinn upp og samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 184

2103001F

Fundargerð 184. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 89. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 4.3 pg 4.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 184 Kristín Ingibjörg mætti undir þessum lið og fór yfir verkefni hennar og þá sérstaklega aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Byggðarráð felur eigna- og framkvæmdasviði að gera framkvæmdar- og kostnaðaráætlun vegna endurbóta á félagsmiðstöð. Jafnframt verði kannaðir aðrir möguleikar í húsnæðismálum Skjólsins. Kristín Ingibjörg vék að fundi 17:30
 • 4.2 1901004 Lóðamál
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 184 Þorgils Magnússon mætti á fundinn undir þessum lið klukkan 17:30. Fór yfir minnisblað vegna niðurfellingu gatnagerðargjalda á þeim tilgreindu lausu lóðum við Sunnubraut, Smárabraut, Brekkubyggð og Garðabyggð sem í boði er hjá sveitarfélaginu. Frestur til þess að sækja um lóðir með þessu ákvæði er til 30.apríl 2022. Byggingarfulltrúa falið að birta minnisblaðið á heimasíðu sveitarfélagsins. Þorgils vék af fundi klukkan 18:05
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 184 Byggarráð samþykkir að rekstarstyrk að upphæð 50.000 krónur. Tekið af lið 0285-9991 Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs stafest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 184 Guðmundur Haukur Jakobsson vék af fundi undir þessum lið. Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við L&E ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Brautarhvammi samkvæmt minnisblaði sveitarstjóra Bókun fundar Fyrir fundinum lá minnisblað og samningur við L&E ehf. um rekstur tjaldsvæðis í Brautarhvammi.

  Að loknum umræðum um samninginn var hann borinn upp og samþykktur af sveitarstjórn með 6 atkvæðum (AMS, GHJ, GTH, SIB, SÞJ, JÖS)
  Einn sat hjá við afgreiðslu málsins (ZAL)
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 184 Byggðarráð fagnar erindinu og vísar því til Menningar-, íþrótta- og tómstundanefndar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 184 Lagt fram til kynningar

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 71

2103002F

Fundargerð 71. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 89. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 5.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 71 Páll Ingþór Kristinsson, formaður Skógræktarfélags A-Hún sat fundin undir þessum lið. Rætt var um svæði sem henta til skógræktar og m.a. horft til lands í Enni. Nefndin er jákvæð fyrir þessum áformum og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að verkefninu.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 71 Húsbyggingin fellur að skipulagi svæðisins og samþykkir nefndin byggingaráformin.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 71 Byggingaráformin eru samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu. Þar sem byggingin fellur ekki að skipulagi svæðisins verður framkvæmdin grenndarkynnt til eftirfarandi aðila: Smárabraut 3 og 5 en Blönduósbær er eigandi af Skúlabraut 6-8.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 71 Umrædd lóð er á deiliskipulögðu svæði við Hnjúkabyggð sem er skv. skipulagi ætluð fyrir allt að fimm hæða fjölbýlishús fyrir 20 íbúðir. Lóðin er tilbúin til úthlutunar. Lóðarúthlutuninni er vísað til afgreiðslu byggðaráðs.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 71 Byggingaráformin eru samþykkt enda liggi fyrir samþykki eigenda að Mýrarbraut 16.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 71 Nefndin fór yfir athugasemdir frá Skipulagsstofnun sem snúa helst að frágangi á svæði sem heimilt er að nota til landmótunar og að hafa gildandi skilmála núverandi deiliskipulags um fokvarnir inni í greinargerðinni. Greinargerðin hefur verið uppfærð með tilliti til athugasemda og skipulagsfulltrúa falið að afgreiða skipulagið skv. 42 grein skipulagslaga. Bókun fundar Breyting á deiliskipulagi í Stekkjarvík borin upp og samþykkt af sveitarstjórn og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

6.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 39

2103003F

Fundargerð 39. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 89. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 6.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 39 Þórhalla fór yfir framkvæmdir við Blönduskóla. Framkvæmdir við list- og verkgreinastofur gengur vel og er á áætlun. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka húsnæðið í notkun í haust. Fræðslunefnd stefnir að því að fara með sveitarstjórn í skoðunarferð í vikunni.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 39 Þórhalla kynnti drög að verklagsreglum fyrir skólaakstur vegna veðurspár og færðar. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Skólastjóra falið að koma verklagsreglum til sveitarstjórnar til samþykktar. Þær munu svo verða aðgengilegar á heimasíðu skólans og sendar með tölvupósti til foreldra sem nýta skólaakstur. Bókun fundar Fyrir fundinum lágu verklagsreglur varðandi skólaakstur vegna veðurs og færðar.

  Eftir umræðu um verklagsreglurnar voru þær bornar upp og samþykktar af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 39 Skólastjóri Blönduskóla fór yfir skólaárið sem nú stendur yfir. Nemendur eru 139 í vetur. Starfið hefur litast nokkuð af covid ástandi, t.a.m. hefur sameiginlegum viðburðum skólanna í héraðinu verið aflýst. Árshátíð var haldin rafrænt og tókst vel. Formlegri smíðakennslu á Þverbraut mun ljúka um mánaðmótin mars/apríl þar sem húsnæðið fer í aðra notkun. Stefnt er að aukinni áherslu á smíðakennslu í nýju húsnæði Blönduskóla næsta vetur til að vega upp á móti þeim tíma sem tapast í smíðakennslu í vor.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 39 Rætt var um framhald vinnu við skólastefnu Blönduósbæjar. Vinna við skólastefnu var komin nokkuð vel á veg áður en covid skall á en næst á dagskrá var að halda íbúafund og fá álit samfélagsins á það sem búið var að vinna. Ákveðið að fresta frekari vinnu við skólastefnuna þar til skýrist hvort sveitarfélögin verða sameinuð.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 39 Sigríður Helga fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæði Barnabæjar. Húsnæðið er afar þröngt en vel nýtt. Leikskólinn er fullnýttur sem stendur og ekki hægt að taka á móti fleiri börnum í vistun. Fyrirhugað er að byggja við leikskólann og er stefnt að því að hefja vinnu við hönnun í sumar. Verið er að skoða í samráði við sveitarstjórn möguleika til að stækka húsnæðið tímabundið, t.d. með færanlegri kennslustofu á skólalóð. Fræðslunefnd skorar á sveitarstjórn að finna tímabundnar lausnir á rýmisvandamálum Barnabæjar sem allra fyrst og hraða einnig vinnu við viðbyggingu.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 39 Í leikskólanum eru sem stendur 72 nemendur og er skólinn fullsettur. Um áramótin kom elsti hópur Barnabæjar aftur upp í aðal húsnæði skólans. Starfsmenn skólans eru 23 í aðeins færri stöðugildum. Stytting vinnuvikunnar hefur áhrif á starfsemi skólans og er fyrirséð að bæta þurfi við einu stöðugildi til að koma til móts við það.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 39 Verið er að vinna eftir umbótaáætlun sem unnin var á síðasta ári. Sigríður Helga er að vinna skýrslu um framkvæmd umbóta sem unnar hafa verið eftir áætluninni til að senda Menntamálastofnun. Fræðslunefnd mun einnig fá að fylgjast áfram með framvindu þeirrar vinnu.

7.Önnur mál

1506021

7.1 - Sparkvöllur

Umræður urðu um endurnýjun á gervigrasi og kurli á sparkvellinum. Fyrir fundinum liggur kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar á grasi. Byggðaráði falið að vinna málið áfram þannig að endurnýjun fari fram svo fljótt sem auðið er.

7.2 - Snjómokstur

Sveitarstjórn harmar hvað snjómokstur fór seint af stað í morgun. Ljóst er að þörf er á að endurskoða verklagsreglur um snjómokstur og er þeim vísað til byggðaráðs til endurskoðunar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?