97. fundur 11. október 2021 kl. 17:00 - 18:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Fundurinn er sameiginlegur fundur sveitarstjórna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

Fulltrúar Húnavatnshrepps á fundinum eru:
Berglind Hlín Baldursdóttir
Einar Kristján Jónsson
Jóhanna Magnúsdótir
Jón Árni Magnússon
Jón Gíslason
Sverrir Þór Sverrisson
Þóra Sverrisdóttir

1.Úttekt á Brunavörnum Austur Húnvetninga 2021

2110022

Við upphaf fundar fóru sveitarstjórnarmenn Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps og skoðuðu nýja aðstöðu Brunavarna Austur Húnvetninga að Efstubraut 2.

Farið var yfir úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á starfsemi og aðstöðu slökkviliðsins.

Þá sköpuðust talsverðar umræður um stöðu framkvæmda og endurbóta á slökkvistöðinni.

2.Möguleg sameining Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

2110023

Umræður urðu um mögulega sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps og þau helstu verkefni sem framundan eru í sameiningarviðræðum.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Var efnið á síðunni hjálplegt?