99. fundur 16. nóvember 2021 kl. 17:00 - 19:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
 • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
 • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Guðmundur Haukur Jakobsson eftir því að einu máli verði bætt á dagskrá og verður það mál nr. 5.

Samþykkt samhljóða.

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 198

2110002F

Fundargerð 198. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 99. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Sigríður Helga Sigurðardóttir leikskólastjóri, gerði grein fyrir fram lagðri starfsáætlun og fleiri gögnum sem liggja til grundvallar fyrir fjárhagsáætlun 2022 er varðar leikskólann Barnabæ. Einnig gerði Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri grein fyrir fram lagðri starfsáætlun fyrir Blönduskóla, ásamt skóladagheimili og fleiri gögnum um m.a. tölvu og tæknimál og varða fjárhagsáætlun 2022. Umræður urðu um fram lögð gögn og starfsemi í bæði leikskóla og grunnskóla.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Byggðaráð samþykkir að fella niður og afskrifa þing- og sveitarsjóðagjöld að upphæð samtals kr. 9.920.445- samkvæmt afskriftarbeiðni sem liggur fyrir fundinum. Málið fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt með 3 atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Byggðaráð hefur skilning á að bæta þurfi aðstöðu fyrir Leikfélagið og fleiri menningarviðburði í Félagsheimilinu, og vísar erindinu til frekari skoðunnar og kostnaðarmats fyrir framkvæmda- og fjárhagsáætlun árið 2022.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Byggðaráð vísar umsókn um styrk, (fyrir leikárið 2022) til vinnu við fjárhagsáætlun 2022, og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Byggðaráð þakkar brýningu frá stjórn Knattspyrnudeildar Hvatar, er varðar endurbætur á sparkvelli, og ítrekar að endurbætur verði settar í forgang í framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Nýjar leiðbeiningar varða ritun fundargerða, leiðbeiningar um fjarfundi og fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélags. Lagt fram til kynningar en sveitarstjóra falið að vinna áfram að því að uppfæra samþykktir og kynna breytingar eftir því sem við á.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Byggðaráð og sveitarstjórn hafði áður skuldbundið sig til þess að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna umbreytingu, sem mun skila sér síðar í sameiginlegum úrlausnum í stafrænni umbreytingum á næstu árum. Kostnaðarhlutdeild Blönduósbæjar fyrir árið 2022, að upphæð kr. 770.341- er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2022.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Lagt fram til kynningar, og skrifstofu- og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram með endurskoðendum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Byggðaráð tekur jákvætt í að erindið verði skoðað frekar, náist samstaða um það, en vísar endanlegri ákvörðun til sveitarstjórnar Blönduósbæjar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og afla frekari upplýsinga.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 198 Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 199

2110006F

Fundargerð 199. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 99. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 199 Katharina Schneider forstöðumaður Héraðsbókasafns A-Hún., fór yfir starfsáætlun 2022 og helstu áherslur sem þar koma fram.
  Sigríður Hrönn Bjarkadóttir, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra, fór yfir starfsáætlun 2022 og helstu áherslur sem þar koma fram, en einnig var rætt um aðstöðu og húsnæði fyrir félagsstarfið í bráð og lengd.
  Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, Menningaar- íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar fór yfir starfsáætlanir fyrir þá starfsemi sem undir hana heyra, svo sem Skjólið, Húnavaka, 17. júní, Sumarfjörið, Menningarmál, og íþrótta- og tómstundamál. Þá lagði hún fram lista yfir þau atriði sem hún leggur áherslu á og varða fjárhagsáætlun 2022. Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir nokkur áhersluatriði sem byggðaráð þarf að taka til athugunnar, svo sem málefni hafnar, ofl.þ.h. Einnig atriði sem varða aðrar deildir.
  Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir málefni bæjarskrifstofu, ásamt umsóknir um styrki fyrir árið 2022, samanburð á gjaldskrám við önnur sveitarfélög, Sérstakan húsnæðisstuðning, og yfirlit/tillögur um skatta og gjöld 2022.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 199 Sveitarstjóri ásamt forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu mála er varðar mögulega sölu eigna/íbúða sem eru í eigu sveitarfélagsins. Lagt er til að Skúlabraut 23 verði sett á sölu á þessu ári, en hún er að losna eftir langtímaleigu. Byggðaráð samþykkir að íbúðin að Skúlabraut 23 verði sett í söluferli. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 200

2110008F

Fundargerð 200. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 99. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 200 Snorri Snorrason, staðgengill forstöðumanns íþróttamiðstöðvar, kom inná fundinn undir þessum lið og fór m.a. yfir starfsáætlun 2022, ásamt öðrum gögnum sem lágu fyrir fundi. Þá var rætt um óskir um framkvæmdir/viðhald og annað sem tengist rekstri starfseminnar. Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir helstu framkvæmdir sem þyrfti að skoða á næsta ári, ásamt áætluðum kostnaði við þær. Rætt var um forgangsröðun framkvæmda og hvaða upplýsingar þyrfti til að ákveða hana.
  Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun 2022, og hvernig henni yrði háttað á næstu vikum með byggðaráði ofl.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 200 Í uppgjörinu kemur fram að halli á verkefninu er samtals kr.3.438.926- og fáist ekki framlög uppí það þá væri hlutur Blönduósbæjar að upphæð kr. 1.734.066-, og er því þá vísað til viðauka 2, við fjárhagsáætlun 2021.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 200 Lagt fram til kynningar, en málið var áður á dagskrá á 167. fundi byggðaráðs, 21. júlí 2020, þar sem samþykkt var að taka þátt í verkefninu, verði það samþykkt einnig hjá öðrum sveitarfélögum í Húnavatnssýslum. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu og upplýsa byggðaráð um stöðuna, þegar kemur að framkvæmd og skiptingu á kostnaði.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 200 Lagt fram til kynningar og byggðaráð fagnar fengnum arði af starfsemi EBÍ.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 200 Tvö tilboð bárust og samþykkir byggðaráð að taka tilboði lægst bjóðanda sem er frá Himinn sól ehf. og mun verða gerður samningur á þeim forsendum. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 201

2111002F

Fundargerð 201. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 99. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Sveitarstjóri fór yfir uppfært fundarplan vegna fjárhagsáætlunarvinnu, og afgreiðslu á tillögu um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar sem báðar þurfa tvær umræður. Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðunni á vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og það sem eftir væri að taka fyrir til afgreiðslu byggðaráðs. Þá fór Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs yfir tillögu að áætluðum framkvæmdum, og urðu umræður um mögulega forgangsröðun þeirra.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Byggðaráð samþykkir að fella niður og afskrifa þing- og sveitarsjóðsgjöld að upphæð kr. 155.948- samkvæmt afskriftarbeiðni sem liggur fyrir fundinum.
  Málið fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt með 3 atkvæðum.
  Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Byggðaráð og sveitarstjórn hafði áður samþykkt stofnframlög fyrir allt að 5 íbúðum af 8 í fyrri áfanga bygginga allt að 16 íbúða í tveimur áföngum við Hnjúkabyggð, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar - HMS.
  Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og hvaða möguleikar væru nú í boði.
  Lagt fram til kynningar en vísað til sveitarstjórnar til ákvörðunar.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að leggja inn umsókn um stofnframlög vegna 2. úthlutunar 2021 hjá HMS.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Byggðaráð samþykkir úthlutun á lóðinni að Smárabraut 18 - 20, til Blöndu ehf., samkvæmt tillögu frá skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 201 Lagt fram til kynningar.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76

2111001F

Fundargerð 76. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 99. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 6 atkvæðum. Hjálmar Björn Guðmundsson tók ekki þátt í afgreiðslunni vegna tengsla.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Nefndin samþykkir lóðarblaðið.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Nefndin samþykkir umsóknina.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar. Lóðirnar eru skipulagðar sem einbýlishúsalóðir en hægt er að gera óverulega breytingu á skipulagi lóðanna þar sem byggingarmagn fer ekki upp fyrir það sem kemur fram í skipulagi. Grenndarkynna þarf breytinguna fyrir eftirfarandi húsum Smárabraut 19-27 og Sunnubraut 21-25. Umsækjandi er eigandi samliggjandi lóðar við Smárabraut 16. Erindinu er vísað til afgreiðslu byggðaráðs.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Nefndin samþykkir staðsetningu og stöðuleyfi á vinnubúðunum fyrir sitt leyti.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Nefndin samþykkir erindið.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Nefndin hefur áður samþykkt breytingartillöguna og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu skv. skipulagslögum. Deiliskipulag af svæðinu verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Nefndin hefur áður samþykkt deiliskipulagið eins og það liggur fyrir og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa það skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu á deiliskipulagstillögunni er auglýst breyting á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030.

 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Nefndin leggur til að skipulegga allt að 100 ha. af landi Ennis undir skógrækt.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 76 Afgreiðslufundur lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Var efnið á síðunni hjálplegt?