Yndisgarður

Yndisgarðurinn á Blönduósi er við suðurenda íþróttasvæðis bæjarbúa. Við hönnun yndisgarðsins var leitast við að gera notalegan garð með fjölbreyttum og fallegum gróðri, þar sem fólk geti notið útiveru. Á sama tíma hefur garðurinn það hlutverk að sýna hvaða plöntur henta vel til notkunar á þessu svæði og öðrum samskonar veðurfarssvæðum.

Svæðið var unnið frá grunni nú í vor 2009 og gróðursett var í júní. Alls var plantað 78 yrkjum, í flestum tilfellum þrjár plöntur af hverju yrki með 1 – 1,2 m millibili. Bil milli raða er misjafnt en minnst um 2 m. Gróðursettar voru plöntur m.a. af eftirfarandi ættkvíslum: broddur (Berberis), hafþyrnir (Hippophae), heggur (Prunus), hyrnir (Cornus), snækóróna (Philadelphus), kvistur (Spiraea), garðakvistur (Physocarpus), runnamura (Potentilla), reynir (Sorbus), rifs (Ribes), rós (Rosa), silfurblað (Elaeagnus), snjóber (Symphoricarpos), sýrena (Syringa), toppur (Lonicera), úlfarunni (Viburnum). 

Nánari upplýsingar er að finna    hér

Var efnið á síðunni hjálplegt?