Heimilisfang: Húnabraut 6

Tómstundafulltrúi Blönduósbæjar: Kristín Ingibjörg Lárusdóttir kristin@blonduos.is
Starfsmenn Skjólsins: Gísli Ragnarsson - frístundaleiðbeinandi, Anton Haraldsson - frístundaleiðbeinandi, Gurðún Tinna Rúnarsdóttir - frístundaleiðbeinandi og Kristín Una Ragnarsdóttir frístundaleiðbeinandi.
Opnun: september - maí

Félagsmiðstöðin Skjólið er staðsett á annarri hæð Félagsheimilisins á Blönduósi og er starfrækt í 36 vikur yfir vetrartímann. Starfsemin er ætluð 10-15 ára ungmennum Blönduósbæjar.

Fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára er opið öll mánudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld frá 20-22. Svo er opið eitt föstudagskvöld í mánuði frá klukkan 20-23

Fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára er opið alla föstudaga frá 13-15.

 Ýmislegt er í boði fyrir krakkana að gera í Skjólinu og má sem dæmi nefna: 

Pool, borðtennis, þythokký, nettengd borðtölva, frír Wi-Fi aðgangur, herbergi með 65” snjallsjónvarpi og PS3 og PS4 leikjatölvum (engir bannaðir leikir í boði), danssalur með skjávarpa og tjaldi með reglulegum bíó-sýningum og beinum útsendingum, Ipad, AppleTV með aðgangi að Netflix (engar bannaðar myndir leyfðar) og nýtt hljóðkerfi  með DJ græjum.

Á haustin er kosið í Unglingaráð Skjólsins sem er samsett af sjö unglingum úr 8.-10. bekk Blönduskóla. Ráðið fundar vikulega og skipuleggur m.a. dagskrá og undirbýr opnanir fyrir félagsmiðtöðina.

Var efnið á síðunni hjálplegt?