Textílsetur

Heimilisfang: Árbraut 31, 540 Blönduós
Sími: 452-4300/898-4290
Netfang: textilsetur@simnet.is

Textílsetur Íslands miðar að því að efla og/eða þróa íslenska og alþjóðlega þekkingu á textíl og hvetja til rannsókna og mennta á sviði textíllistar og -hönnunar. Listamiðstöð Textílsetursins veitir gestum, fræðimönnum í textílfræðum og textíllistamönnum aðstöðu til að vinna að verkefnum á sviði listsköpunar, rannsókna og námskeiðahalds.

 Textíllistamiðstöðin í Kvennaskólanum er samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetur Íslands síðan 2012. Listamiðstöðin er ætluð textíllistamönnum frá öllum heiminum og býður upp á gisti- og vinnuaðstöðu í skapandi umhverfi. Listamennirnir hafa aðgang að Heimilisiðnaðarsafninu og geta stundað þar rannsóknarvinnu. Þeir skipuleggja og taka þátt í ýmsum menningarlegum viðburðum og samstarfsverkefnum á svæðinu og setja þannig svip á bæjarlífið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?