Senda inn viðburð
3. júlí - 28. ágúst
Þann 3. júlí næstkomandi verður opnuð myndlistarsýning í Hrútey. Sýningin verður opin almenningi til 28. ágúst. Um er að ræða risastórt útilistaverk eftir listakonuna Hrafnhildi Arnardóttir eða Shoplifter eins og Hrafnhildur kallar sig. Í verkinu hyggst Shoplifter stilla náttúruperlunni Hrútey og gervináttúruverkum sínum upp sem hliðstæðum sem einnig má skoða sem andstæður, samstæður eða gagnstæðar spegilmyndir.
Hrútey
Var efnið á síðunni hjálplegt?