íþróttavöllur

Öll aðstaða til íþrótta og útivistar er til sóma. Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni við Blönduós. Hér er nýleg íþróttamiðstöð með löglegum körfubolta og handboltavelli. Þar er þreksalur og lyftingatækjasalur sem nýtist hópum og einstaklingum. Þá er 25 metra löng sundlaug ásamt sundlaugargarði með heitum pottum, vaðlaug og vatnsrennirennibrautum. Glæsilegur grasvöllur fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir er í miðjum bænum. Rétt fyrir ofan bæinn, í Vatnahverfi, er ágætis 9 holu golfvöllur. Mjög góð aðstaða er fyrir hestamennsku, stangveiði, skotveiði, torfæru og fleira. 

Nánari upplýsingar um einstök íþróttafélög:
Ungmennasamband Austur Húnvetninga - USAH
Ungmennafélagið Hvöt
Hestamannafélagið Neisti 
Skotfélagið Markviss
Golfklúbburinn Ós

Júdófélagið Pardus

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?