Vegna hertra sóttvarnareglna þurfti því miður að aflýsa ýmsum viðburðum sem vera áttu á aðventunnni.

Þó verða einhverjir viðburðir í boði í sveitarfélaginu á aðventunni og ýmiss þjónusta og verslun.

Hvetjum alla til að skoða viðburðardagal Blönduósbæjar hér,  það ýmislegt komið þar inn sem er á döfinni í desember, þetta er lifandi skjal því munu fleiri viðburðir bætast við.

Einnig hvetjum við alla þá sem eru með viðburði eða einhvers konar þjónustu, stóra eða smáa að senda inn upplýsingar í gegnum heimasíðuna hér eða senda póst á kristin@blonduos.is.

 Til að nálgast viðburðardagatalið er farið inn í  mannlíf sem er efst á forsíðunni og þar er hægt að sjá viðburðardagatalið. Hægt að smella á hvern viðburð eða þjónustu inni í dagatalinu til að sjá ítarlegri upplýsingar um viðburðinn eða þjónustuna. Einnig er hægt að smella á Næstu viðburðir til að sjá það sem er á döfinni.

 Hvetjum alla til að nýta sér dagatalið.

 Með von um góða aðventu í heimabyggð.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?