Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær voru samþykkt starfslok Arnars Þór Sævarssonar sveitarstjóra og mun hann hætta störfum 1. apríl nk. Jafnframt var gengið frá því að Valgarður Hilmarsson forseti sveitarstjórnar muni taka við sem sveitarstjóri frá sama tíma og út kjörtímabilið.

Arnar Þór var ráðin bæjarstjóri á fundi sveitarstjórnar þann 9. október 2007 og hefur gengt starfinu síðan. Hann mun hefja störf  sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra frá 1. apríl nk.

Valgarður Hilmarsson hefur starfað nánast óslitið sem oddviti og forseti sveitarstjórnar í um 40 ár.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?