Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 vegna athafnasvæðið við Húnabæ.

 Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Blönduósbæjar, 10. apríl 2018, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til greinargerðar, þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttar.  Þar er sett fram tillaga um nýjan reit fyrir athafansvæði, Húnabær verður skilgreindur innan þéttbýlis á Blönduósi. Reiturinn tekur yfir svæði sem í dag er skilgreint sem íbúðarsvæði og að hluta sem óbyggt svæði. Báðar þessar skilgreiningar falla út innan þeirra marka sem athafnasvæðið tekur til. Svæðið fær merkinguna A4.

Megin markmið með aðalskipulags­­breytingunni er að leiðrétta landnotkun og frekari kostur gefinn á starfsemi á athafnasvæði utan hinnar eiginlegu byggðar á litlum lóðum sem ekki hefur verið framboð á í sveitarfélaginu.

Breytingartillagan, aðalskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu, liggur frammi til kynningar frá 22. maí til 9. júlí nk. á skrifstofu Blönduósbæjar að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi, á Héraðsbókasafninu á Blönduósi og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b í Reykjavík. Einnig er breytingartillagan aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://www.blonduos.is.  

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu þær vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. júlí  nk. til Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Greinagerð Húnabær 
Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030

Blönduósi 22. maí 2018

 Þorgils Magnússon,

skipulagsfulltrúi á Blönduósi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?