Nú er hafin bygging á tveggja íbúða parhúsi við Smárabraut 14-16. Það er fyrirtækið Blanda ehf sem byggir raðhúsið við Smárabraut. Íbúðirnar eru 125 fm hvor ásamt 25 fm bílskúr. Byggingarstjóri er Lárus Björgvin Jónsson sem er jafnframt eigandi Blöndu ehf. Stefnt er að því að gera húsin fokheld í lok sumars. Hugmyndin er að selja íbúðirnar fokheldar, tilbúnar undir tréverk eða fullbúnar til kaupenda. Þessar íbúðir eru nákvæmlega eins og parhúsið á Smárabraut 10 -12 sem var byggt af sama aðila.

Nýlega var reist 5 íbúða raðhús við Sunnubraut sem verða tilbúnar til afhendingar í sumar. Það er mikil gróska í uppbyggingu á Blönduósi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?