Kæru Húnvetningar

 Nú styttist heldur betur í sumarið. Þeir viðburðir sem eru á döfinni hjá sveitarfélaginu Blönduósi í sumar eru m.a. 17. júní hátíðarhöld og Húnavaka sem verður haldin dagana 14.-17.júlí 2022. Hér á árum áður höfðu ýmis félagasamtök tekið að sér að sjá um hátíðir eða verið með fjáraflanir í formi sölu á varningi, kaffisölu, sjoppu o.fl. Nú leitum við til þeirra sem eru í forsvari hjá þeim fjölmörgu félagasamtökum á svæðinu eða einstaklinga í fjáröflun til þess að koma með hugmyndir af sölu eða taka að sér eftirfarandi:

Kaffisölu/matsölu á 17. Júní.

Sölu á varningi (blöðrum, fánum, nammi o.fl.) á 17. júní.

Andlitsmálningu á 17. júní og á Húnavöku.

Sjoppu/kaffisölu/matsölu á Húnavöku.

Sala á ýmsum varningi á Húnavöku.

 

Fyrir rétta aðila/félög, félagasamtök, skólahópa, íþróttafélög og hin ýmsu félög eða hópa  þá eru þetta fjáraflanir sem geta skilað inn góðum tekjum.

 

Þeir sem hafa áhuga eða eru með hugmyndir og fyrirspurnir hafi samband við Kristínu Ingibjörgu menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúa í síma 455-4700 eða senda tölvupóst á netfangið kristin@blonduos.is fyrir  15.apríl 2022.

Var efnið á síðunni hjálplegt?