Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2018. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu SSNV með íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra

  • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir til menningarstarfs
  • Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra

  • Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar fyrir 35 ára og yngri

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíður SSNV, www.ssnv.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?