Blönduósbær hvetur íbúa og fyrirtæki til sameiginlegs átaks í hreinsun í sínu nærumhverfi. Eigendum bíla og stærri málmhluta sem standa á Blönduósi býðst næstu 2 vikur aðstoð við að færa þá til förgunar eigendum að kostnaðarlausu.

Þeir sem vilja nýta sér átakið þurfa að láta vita á netfangið: blonduos@blonduos.is fyrir 5. júní 2020 og skila inn upplýsingum um hvað á að fjarlægja, hvar það stendur og hver sé eigandinn.

Gámaplanið er opið þrisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 15.00-17.30 og á laugardögum frá kl. 13.00-17.00.

Mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu verður aukaopnun frá kl. 13.00-17.00.  Íbúar verða aðstoðaðir við að flokka úrgang á gámaplaninu og ef veður leyfir verður boðið uppá kaffi og kleinur laugardaginn 30. maí og mánudaginn 1. júní .

Var efnið á síðunni hjálplegt?