Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að Húsnæðisáætlun Blönduósbæjar, samkvæmt ákvörðun byggðaráðs á 133. fundi, frá 19. febrúar 2019, sem staðfest var af sveitarstjórn Blönduósbæjar, á 65. fundi 12. mars 2019.  Um er að ræða 1. útgáfu, en Húsnæðisáætlun sveitarfélaga er lifandi plagg, sem mun þróast og taka breytingum árlega, og er gert ráð fyrir að fyrsta breyting verði gerð 1. mars 2020.

 Þann 21. desember 2018, tók  gildi reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Reglugerðin var sett í framhaldi af breytingu á lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál og er þar m.a. kveðið á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og þær skuli uppfærðar árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.

Húsnæðisáætlun Blönduós 1. útgáfa 

Var efnið á síðunni hjálplegt?