Frá Blönduskóla

"Við erum alveg að springa úr spenningi. Framkvæmdum er alveg að ljúka. Þetta er alveg að hafast. Við byrjum að kenna í list- og verkgreinaálmunni á mánudaginn a.m.k. í myndmennt og heimilisfræði. „Litlu” verkin, „restarnar” taka þó alltaf ótrúlega langan tíma og við verðum örugglega alveg fram á vor að koma okkur almennilega fyrir, ákveða hvar best er að hafa hlutina og merkja skúffur og skápa. En það gengur hraðar þegar margir hjálpast að og hafa bæði nemendur og starfsfólk verið dugleg við að aðstoða við flutninga og já t.d. að plokka IKEA-miða af áhöldum sem getur tekið ansi langan tíma get ég sagt ykkur. Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir af aðstöðunni og verðið þið að láta ykkur þær nægja í bili. Vonandi getum við haft opinn dag í vor og boðið ykkur öllum að koma og skoða."

https://www.facebook.com/search/top?q=bl%C3%B6ndusk%C3%B3li 

Var efnið á síðunni hjálplegt?