Blönduósbær hefur ákveðið að auglýsa laust til umsóknar, nýtt starf sem er ætlað að hafa faglega umsjón með öllu menningar-, íþrótta og tómstundastarfi Blönduósbæjar í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Starf forstöðumanns æskulýðsmiðstöðvar verður lagt niður frá sama tíma, enda mun umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins falla undir nýtt starf en áform eru uppi um að þróað verði nýtt Frístundaheimili Blönduósbæjar. Þá mun falla undir starfið að vera tengiliður við Landlæknisembættið og umsjónaraðili með verkefninu “Heilsueflandi samfélag” sem sótt hefur verið um og mun hefjast síðar á árinu 2020. Nýr aðili mun heyra beint undir sveitarstjóra og hafa starfsaðstöðu á skrifstofu Blönduósbæjar, en er ætlað að starfa í nánu samstarfi við stjórnendur grunnskóla og íþróttamiðstöðvar, ásamt því að vera tengiliður við félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu. Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmtilegt tækifæri fyrir skapandi og skipulagðan einstakling til þess að taka þátt í að móta nýtt starf í vaxandi samfélagi.     

 

Auglýsingu um starfið má finna hér

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?