Gamla grasið var upprunalegt og því var komið að endurnýjun.


Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Húnabyggðar sáu um að fjarlægja gamla gervigrasið og var það fyrirtækið Leiktæki og sport sem sáu um verkið. Sparkvöllurinn er eitt mest notaða leiksvæði sveitarfélagsins og mun þessi andlitslyfting auka enn frekar umferð á vellinum.

Völlurinn er fyllingarlaus og undir grasinu er dempandi undirlag. Einnig eru völlurinn upphitaðir og flóðlýstir.

Þessar endurbætur á sparkvellinum eru langþráðar fyrir knattspyrnuiðkendur á öllum aldri  og með þessari útfærslu er allt gúmmíkurl úr sögunni.

 

sparkvöllur

Var efnið á síðunni hjálplegt?