Óskað er eftir tilnefningu á tveimur fulltrúum og tveimur til vara, á aldrinum 16 – 25 ára, í ungmennaráð Blönduósbæjar.

 Að tillögu Menningar- tómstunda og íþróttanefndar hefur verið ákveðið að stofna Ungmennaráð Blönduósbæjar, en sveitarstjórn  staðfesti á 71. fundi sínum, 12. nóvember 2019, undir 2. lið á dagskrá: Samþykkt fyrir ungmennaráð Blönduósbæjar.

 Þar kemur m.a. fram Um skipan ungmennaráðs, í 6. gr., lið  Tveir fulltrúar og tveir til vara á aldrinum 16 til 25 ára.  Fulltrúar nemenda skulu valdir með tilnefningu eða almennri kosningu.  

Einnig að “Fyrsta ungmennaráð skal skipa fyrir lok árs 2019.

 Óskað er eftir að tilnefningar, með nöfnum, berist eigi síðar en 20. desember 2019., á netfangið blonduos@blonduos.is  Æskilegt er að tilnefningar séu af báðum kynjum.  

 

Menningar- tómstunda og íþróttanefnd mun síðan, í samráði við sveitarstjóra, skipa í fyrsta ungmennaráð Blönduósbæjar að fengnum tilnefningum frá Blönduskóla og öðrum samkvæmt  ofangreindu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?