Sigríður Helga Sigurðardóttir var ráðinn leikskólastjóri Barnabæjar frá og með 1. júní sl. Sigríður Helga hefur starfað við skólann í rúm tuttugu ár, lengst af sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri auk sérkennslu. Sigríður Helga hefur verið starfandi leikskólastjóri frá því síðastliðið haust. Blönduósbær óskar Sigríði Helgu til hamingju með stöðuna og væntir áframhaldandi góðs samstarfs við nýjan leikskólastjóra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?