Stefnt er að því að gefa út bækling/vefrit með upplýsingum um íþrótta- og tómstundastarf sem  verður í boði sumarið 2021  fyrir unga sem aldna í sveitarfélaginu s.s. leikjanámskeið, reiðskóli, íþróttir, leiklist  o.fl sem er í boði.

 Því leitum við til þeirra aðila sem halda út slíkri starfsemi. Upplýsingar þurfa að hafa borist menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa fyrir 1.maí 2021 með öllum þeim upplýsingum sem þurfa að koma fram, m.a. dagskrá, tímasetningum og upplýsingum  um starfsemina. 

 

Nánari upplýsingar veitir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar á netfanginu kristin@blonduos.is

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?