Fyrsta stafræna smiðjan á sínu sviði hér á landi verður opnuð með mikilli viðhöfn í dag, 21.maí, að Þverbraut 1 á Blönduósi. Um er að ræða Textil Lab sem tilheyrir Textílmiðstöð Íslands.

Textílmiðstöð Íslands vinnur að því að verða alþjóðleg miðstöð í rannsóknum og þróunarstarfsemi í textíl, listum og handverki byggðum á íslenskum hráefnum, munstrum og textíl. Með opnun Textíl Lab og síðar rannsóknaraðstöðu fyrir bíótextíl í samstarfi við Bio Pol á Skagaströnd er markmiðið að skapa umhverfi þar sem þekkingar- og þróunarstarfsemi á sviði ullar- og textílvinnslu getur vaxið og dafnað á Norðurlandi vestra og Íslandi öllu. Stefnt er að uppbyggingu textílklasa í tengslum við verkefnið.

Fjölþætt alþjóðlegt samstarf Textílmiðstöðvarinnar og þátttaka í Horizon 2020 verkefninu CENTRINNO næstu þrjú árin leggur grunn að fjölbreyttum samstarfsverkefnum og þekkingaryfirfærslu.

 

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir og ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu ávarpa gesti og klippa í sameiningu á þráðinn þegar Textíl Lab verður opnað kl 14:00 í dag. Eftir opnunina verður opið hús til kl 20:00 í kvöld.

Var efnið á síðunni hjálplegt?