Blönduósbær hefur samþykkt tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum einbýlis-, par- eða raðhúsa af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sunnubraut, Smárabraut, Brekkubyggð og Garðabyggð. Það er gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið er ekki afturvirkt.

Nánari upplýsingar um lausar lóðir má finna hér eða undir þjónusta - skipulags- og byggingarmál - lausar lóðir

Var efnið á síðunni hjálplegt?