Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8 nóvember 2022 að auglýsa  nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sem liggur norðan Norðlandsvegar við þjóðveg nr.1 sem liggur í gegnum þéttbýlið skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

 Deiliskipulagssvæðið er 3.5 ha. að stærð og er staðsett við Norðurlandsveg og afmarkast af honum til suðurs. Skipulagssvæði sem um ræðir er við Norðurlandsveg 1- 4 og Efstubrautar 1 á þegar byggðum lóðum með möguleika á viðbótarheimildum á lóðum innan skipulagssvæðisins með áherslu á  heildaraásýnd og frágang lóða innan reitsins.

 Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010 -2030.

 Opið hús verður á skrifstofu Húnabyggðar að Hnjúkabyggð 33,  þann miðvikudaginn 7. desember  frá kl. 10:00-12:00.

Skipulagstillöguna má nálgast hér

 

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum rennur út 6. janúar 2023 og skal þeim skilað á netfangið skipulagsfulltrui@hunathing.is eða með bréfpósti stílað á skipulagsfulltrúa Húnabyggðar Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi.

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?