21. fundur 04. september 2018 kl. 14:00 - 15:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorgils Magnússon
Dagskrá

1.Fálkagerði 1 - Umsókn um byggingarleyfi

1804025

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá BDC north ehf., til byggingar á húsi á lóð fyrirtækisins að Fálkagerði 1.
Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Lotu ehf. af Maríu Guðmundsdóttir byggingarfræðingi, teikningar nr. 001 til 004 í verki nr. 6243-400 dags. 28.03.2018.
Fyrirliggjandi séruppdrættir eru:
Burðarvirkis- og lagnauppdrættir gerðir hjá Lotu af Kristni Eiríkssyni verkfræðingi,
Raflagnateikningar hjá Lotu af Bernharði Ólasyni verkfræðingi. Byggingarstjóri er Karl Sigfússon. Leyfi þetta takmarkast við hús B11 á lóðinni.
Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 25. apríl 2018.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.
Byggingarleyfi gefið út 4.júlí.2018.

2.Sunnubraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi

1807012

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Ingólfi Daníel Sigðurðssyni, til byggingar á einbýlishúsi að Sunnubraut 9.
Umsókninni fylgdi aðaluppdráttur gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðssyni byggingartæknifræðingi, teikningar nr. A-101 til A-105 í verki nr. 3054 dags. 26.06.2018.
Fyrirliggjandi séruppdrættir eru:
Burðarvirkisuppdrættir gerðir af Ingvari Gígjar dags. 2. júli 2018 og raflagnauppdráttur gerður af Gísla Árnasyni rafiðnfræðingi dags. 14. ágúst 2018.
Byggingarstjóri er Lárus B. Jónsson. Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 11. júlí 2018.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.
Byggingarleyfi gefið út.

3.Sunnubraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi

1807013

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Mýrarbraut 23 ehf., til byggingar á einbýlishúsi að Sunnubraut 5.
Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, teikningar nr. 100 og 101 í verki nr. 2018-019 dags. 16.07.2018.
Fyrirliggjandi séruppdrættir eru:
Burðarvirkisuppdrættir gerðir af Guðmundi Óskari Unnarssyni. 2. ágúst 2018 og raflagnauppdráttur gerður af Jónasi Sigurgeirssyni dags. 21. ágúst 2018.
Byggingarstjóri er Ásgeri Örn Hlöðversson. Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 11. júlí 2018.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.
Byggingarleyfi gefið út.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Húnabær

1805020

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Stebba Páls ehf., til byggingar á vélageymslu við Húnabæ.
Umsókninni fylgdi aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 og A-101 í verki nr. 781401 dags. 26. maí 2018.
Fyrirliggjandi séruppdrættir eru:
Burðarvirkis- og lagnauppdrættir gerðir hjá Stoð ehf, af Atla Gunnari Arnórssyni dags. 29. júní 2018.Byggingarstjóri er Páll Marteinsson. Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 30. maí 2018. Með fyrirvara um grendarkynningu og að aðalskipulagsbreyting sé auglýst í B-deild Stjórnartíðanda. Þessir fyrirvarar hafa nú verið uppfylltir.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.
Byggingarleyfi gefið út.

5.Ennisbraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi

1803005

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Húnaborg ehf., til byggingar á iðnaðarhúsi að Ennisbraut 5.
Umsókninni fylgdi aðaluppdráttur gerður hjá Verkfræðistofunni Möndul af Sveinbirni Jónssyni, teikningar nr. 01-03 dags. 05.mars 2018.
Fyrirliggjandi séruppdrættir eru:
Burðarvirkisuppdrættir gerðir af Verkfræðistofunni Möndul.
Byggingarstjóri er Stefán Árnsson.
Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 7. mars 2018.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.
Byggingarleyfi gefið út.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?