1. fundur 11. maí 2015 kl. 15:00 - 15:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson
Dagskrá

1.Fjórar gistieiningar til brottflutnings.

1505008



Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Trésmiðjunni Stíganda ehf. kt. 550793-2459. Umsókn um byggingarleyfi til að reisa fjórar gistieiningar til brottflutnings á athafnalóð fyrirtækisins að Húnabraut 29 á Blönduósi. Aðaluppdráttur gerður af Andrési Narfa Andréssyni, arkitekt, dags. 10.03.2015. Framlögð gögn móttekin 30. apríl sl. gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum.

Byggingarleyfi veitt.

2.Húnabraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi

1503004

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Ömmukaffi ehf. kt. 581214-0220. Umsókn um byggingarleyfi til að breyta bílskúr í eldhús og að byggt verði 17,4 m2 óupphitað rými við suðaustur hlið á bílskúr sem afgreiðsla úr eldhúsi. Þak bílskúrs verður hækkað. Aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni, byggingarfræðingi, dags. 30.04.2015. Framlögð gögn móttekin 4. maí sl. gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?