14. fundur 16. desember 2016 kl. 13:00 - 14:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson skipulags- og byggingarnefndar
Dagskrá

1.Ægisbraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi til endurbóta eftir bruna.

1606004

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá SAH afurðum ehf. Umsókn um byggingarleyfi til að fara í endurbætur á bragga á Ægisbraut 4 sem skemmdist í bruna fyrr á þessu ári. Ekki eru áætlaðar neinar breytingar á burðarvirki. Hins vegar óska SAH afurðir ehf. eftir að loka hurðaropi er snýr í suður í átt að Rarik. Með umsókninni fylgir mynd sem sýnir núverandi ástand braggans. Byggingaráform voru samþykkt í skipulagsnefnd 8. júní 2016 og að akstursdyrum á suðurgafli verði lokað en göngudyr verði áfram sem flóttaleið. Áritun byggingarstjóra og húsasmíðameistara er dagsett 3. ágúst 2016.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Byggingarleyfi gefið út 6.08.2016.

2.Húnabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

1603015

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Ámundakinn ehf, kt. 640204-3540. Umsókn um byggingarleyfi til breytinga og breyttrar notkunar á húsnæði félagsins að Húnabraut 33. Um er að ræða breytingar á nýtingu hússins, sem áður hýsti mjólkurstöð, en nú er fyrirhugað að flytja þangað starfsemi fyrirtækjanna Vilkó og Prima. Núverandi vinnslusalur á 1. hæð hússins verður endurinnréttaður og settir upp nýjir milliveggir og brunaskil lagfærð. Núverandi ketilhúsi verður einnig breytt, bætt við aksturdyrum og gönguhurð á gafl, ketill fjarlægður og byggingin nýtt sem aðstaða fyrir Mjólkursamsöluna vegna smásöludreifingar á mjölkurvörum. Aðrir húshlutar, svo sem núverandi starfsmannaaðstaða, verða að mestu leyti óbreyttir.

Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-105 í verki nr. 775504, dags. 2. sept. 2016.

Fyrirlyggjandi er endurskoðaður aðaluppdráttur dags. 18. sept. ásamt séruppdráttum nr. A-201 og B-101. Einnig er fyrirliggjandi áritun byggingarstjóra og iðnmeistara ásamt staðfestingu á ábyrgðartryggingu byggingarstjóra.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Byggingarleyfi gefið út 24.11.2016.

3.SAH - Reykháfur við Reykhús - Umsókn um byggingarleyfi

1609019

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá SAH afurðum ehf. umsókn um byggingarleyfi til að byggja rúmlega 16 m háan reykháf við reykhús á Ægisbraut 4, landnúmer 145134. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur og burðarvirkisteikning af reykháfnum gerð hjá STOÐ verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, teikningar nr. A-100 og B-101 í verki nr. 723916, dags. 7. og 27.09.2016. Byggingaráform voru samþykkt í skipulagsnefnd 7. október 2016.Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Byggingarleyfi gefið út 7.12.2016.

4.Hnjúkabyggð 32 - Umsókn um byggingarleyfi

1607003

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá frá Íslandspósti ohf. - Umsókn um byggingarleyfi til breytinga á pósthúsinu að Hnjúkabyggð 32. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur ásamt skráningartöflu gerður hjá G&G arkitektar af Gunnlaugi Jónassyni arkitekt, teikningar nr. 16201, 16302 og 16203, dags. 27.06.2016. Þann 9.11.2016 bárust séruppdrættir af raflögnum, loftræstikerfi og breytingum á húsnæðinu.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Byggingarleyfi gefið út 16.12.2016.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?