15. fundur 29. desember 2016 kl. 15:00 - 15:30 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson
Dagskrá

1.Urðarbraut 1 - Breyting á gluggum

1507002

14.7.2015 var umsókn frá Kristjáni Blöndal um byggingarleyfi til að breyta gluggum hússins að Urðarbraut 1 á Blönduósi tekin til afgreiðslu. Umsókninni fylgir riss af fyrirhuguðum breytingum á gamla teikningu af húsinu. Nefndin tók jákvætt í erindið enda verði lagðar fram fullnægjandi hönnunargögn. 29.11.2016 barst aðaluppdráttur af húsinu sem sýnir fyrirhugaðar breytingar, gerður af Þorgils Magnússyni, byggingatæknifræðingi, áritaður af Atla G. Arnórssyni verkfræðingi, teikning nr. 16-111-101 dags. 9.11.2016 ásamt greinargerð hönnuðar sem dagsett er 26.11.2016. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin 2.12.2016 og var afgreiðslan staðfest af sveitarstjórn 14.12.2016. Fyrsti áfangi verksins, skipt um glug, fellur undir c. lið 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um framkvæmdir utanhúss.

Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Leyfi til tilkynntrar framkvæmdar gefið út 28.12.2016.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?