107. fundur 10. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason ritari
Dagskrá

1.Félags-og skólaþjónustan A-Hún 28.nóv 2017

1712006

Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Í fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustunnar kemur fram að áætlaður hlutur Blönduósbæjar er 41.252.662 krónur sem er 46,75% af útgjöldum byggðasamlagsins.

2.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga: fundargerð og fjárhagsáætlun ársins 2018

1711010

Fundargerð og fjárhagsáætlun ársins 2018 lagðar fram. Áætlaður hlutur Blönduósbæjar í rekstri Tónlistarskólans árið 2018 er 15.807.953 krónur sem er 42,66% af útgjöldum byggðasamlagsins.

3.Byggðasamlag um menningu og atvinnumál í A-Hún - fundargerð frá 4. des 2017

1801005

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Í fundargerðinni er samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2018 og er áætluð hlutdeild Blönduósbæjar í rekstri byggðasamlagsins 11.506.343 krónur sem er 46,03% af útgjöldum byggðasamlagsins.

4.Úthlutun lóða

1801004

Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar (SUU)þann 8. janúar 2018 voru teknar fyrir umsóknir um eftirtaldar lóðir og afgreiðslum þeirra vísað til byggðaráðs.

a)1712023. Umsókn um lóð að Ennisbraut 5 frá Húnaborg ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar.

b)1712025. Umsókn um lóð að Ennisbraut 7 frá Húnaborg ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan tólf mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar.

c)1712024. Umsókn um lóð að Sunnubraut 13-17 frá Húnaborg ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.

d)1712026. Umsókn um lóð að Smárabraut 19-25 frá Húnaborg ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Var efnið á síðunni hjálplegt?