116. fundur 31. maí 2018 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 27. apríl 2018

1805026

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - 18. maí 2018

1805027

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

3.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð aðalfundar 29. apríl 2018

1805028

Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.

4.Farskólinn - fundargerð frá aðalfundi 30. apríl 2018

1805029

Fundargerð aðalfundar Farskólans lögð fram til kynningar.

5.Veiðifélag Laxár á Ásum - Aðalfundarboð 2018

1805015

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Láxár á Ásum laugardaginn 2. júní kl. 12:00.
Byggðaráð samþykkir að Valgarður Hilmarsson fari með atkvæði Blönduósbæjar á fundinum

6.Veiðifélag Laxár í Skefilsstaðahreppi - Aðalfundarboð

1805014

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi laugardaginn 2. júní kl. 13:00 í Safnaðarheimilinu Sauðárkróki.
Byggðaráð samþykkir að Oddný M. Gunnarsdóttir fari með atkvæði Blönduósbæjar á fundinum.

7.Ámundakinn ehf - Aðalfundarboð

1805030

Boðað er til aðalfundar Ámundakinnar ehf. fyrir árið 2017 þriðjudaginn 5. júní 2018. Fundurinn verður haldinn í Eyvindarstofu, Norðurlandsvegi 4, Blönduósi og hefst kl. 14:00.
Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með atkvæði Blönduósbæjar á aðalfundinum.

8.Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna - Nýr þjónustusamningur

1805031

Tillaga að nýjum þjónustusamningi milli eigenda Byggðasafns Húnvetninga, Strandamanna og Húnaþings vestra um rekstur safnsins.
Byggðaráð samþykkir samningsdrögin og felur sveitarstjóra að undirrita samning f.h. sveitarfélagsins.

9.Júdófélagið Pardus - styrkumsókn

1805032

Júdófélagið Pardus óskar eftir aukastyrk að upphæð 300.000 vegna æfingaferðar til Svíþjóðar.
Byggðaráð samþykkir að veita styrk kr. 300.000.-
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun

10.Ósk um námsleyfi frá leikskólanum Barnabæ

1805007

Jenný Lind Gunnarsdóttir óskar eftir námsleyfi á launum frá leikskólanum Barnabæ frá 15. ágúst - 15. nóvember 2018 á meðan á vettvangsnámi stendur vegna leikskólakennaranáms.
Byggðaráð samþykkir að verða við ósk Jennýjar enda verði gerður samningur um að hún um að starfi í a.m.k tvö ár við Barnabæ að námi loknu .

11.Umsókn um lóð - Smárabraut 14-16

1805024

Blanda ehf sækir um byggingalóð að Smárabraut 14 - 16, Blönduósi. Þar er fyrirhuguð bygging á parhúsi, samskonar og stendur á Smárabraut 10 - 12. Einnig er sótt um að lóðin falli undir tímabundna niðurfellingu gatnagerðagjalda.
Á fundi Skipulags-umhverfis-og umferðarnefndar þann 30. maí 2018 var umsóknin tekin fyrir og afgreiðslu lóðarúthlutunar vísað til byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Blöndu ehf. skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Lóðarumsækjandi óskar eftir að lóðin falli innan auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
Byggðaráðið samþykkir að verða við þeirri beiðni.
Zophanías Ari vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

12.Umsókn um lóð - Sunnubraut 5

1805025

Mýrarbraut 23 ehf. sækir um byggingarlóð að Sunnubraut 15, Blönduósi þar sem er fyrirhuguð bygging á einbýlishúsi. Einnig er sótt um að lóðin falli undir tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Á fundi Skipulags-umhverfis-og umferðarnefndar þann 30. maí 2018 var umsóknin tekin fyrir og afgreiðslu lóðarúthlutunar vísað til byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Mýrarbrautar 23 ehf. skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Lóðarumsækjandi óskar eftir að lóðin falli innan auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
Byggðaráðið samþykkir að verða við þeirri beiðni.

13.Niðurfelling krafna

1805033

Afgreiðsla þessa liðar er færð í trúnaðarbók.

14.Erindi Golfklúbbsins Óss vegna kaupa á slátturvél

1805034

Golfklúbburinn Ós óskar eftir stuðningi til kaupa á slátturvél fyrir völlin í Vatnahverfi
Byggðaráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun til kaupa á vélinni að upphæð 3,9 milljónir króna. Styrkur til Golfklúbbins á þessu ári að upphæð 1.6 milljónir er ráðstafað til kaupanna og einnig styrk að upphæð 1,6 milljónir sem er til greiðslu á næsta ári. 700 þúsund krónum er ráðstafað af eigin fé til kaupa á vélinni.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?