28. fundur 16. júní 2015 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fundargerð veiðifélags Blöndu og Svartár - stjórnarfundur 7. júní 2015

1506014

Fundargerð stjórnar veiðifélags Blöndu og Svartár frá 7. júní 2015 lögð fram til kynningar.

2.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga - stjórnarfundur 29. maí 2015

1506015

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí 2015 lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð Róta bs. - stjórnarfundur 28.maí 2015

1506016

Fundargerð stjórnar Róta bs. frá 28 maí 2015 lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð Róta bs. - stjórnarfundur 8. júní 2015

1506017

Fundargerð stjórnar Róta bs. frá 8. júní 2015 lögð fram til kynningar.

5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3. júní 2015

1506018

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélga þann 29. maí sl. var lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands er varðar fyrirhugaða gróðursetningu skógræktarfélaganna og sveitarfélaganna í tilefni þess að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Sambandið hvetur öll sveitarfélög til að standa sameiginlega með skógræktarfélögum landsins að gróðursetningu trjáplantna laugardaginn 27. júní nk. til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur.
Byggðaráð samþykkir erindið og felur Páli Ingþóri Kristinssyni nánari útfærslu á verkefninu.

6.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu 4 mánuði ársins 2015

1506019

Undir þessum lið mætti Jens P. Jenssen, aðalbókari Blönduósbæjar og gerði grein fyrir rekstri Blönduósbæjar fyrstu 4 mánuði ársins.
Farið var yfir rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrir fyrstu 4 mánuði ársins 2015.

7.Beitarhólf Blönduósbæjar

1506020

Listi yfir umsóknir um beitarhólf Blönduósbæjar lagður fram til kynningar.
Listi yfir umsóknir um beitarhólf Blönduósbæjar lagður fram til kynningar. 4 eru á biðlista eftir beitarhólfum.

8.Greinargerð um atvinnuuppbyggingu í Austur - Húnavatnssýslu

1506022

Greinargerð um atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu lögð fram.
Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu Greinargerðar verkefnisstjórnar um atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu.Stefnt er að íbúafundi þann 29. júní n.k. þar sem greinargerðin verður kynnt ásamt því að rætt verður um atvinnumál. Miklar umræður urðu um greinargerðina. Jafnframt voru ræddar ýmsar hugmyndir og möguleika í atvinnumálum á svæðinu.
Greinargerðin lögð fram til kynningar.

9.Félagsheimilið Blönduósi ehf.

1506023

Rætt var um Félagsheimilið á Blönduósi.
Byggðaráð samþykkir að auglýsa Félagsheimilið á Blönduósi til leigu áhugasömum rekstraraðilum.

10.19. júní 2015 - 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna

1506024

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna þann 19. júní 2015 hefur sveitarfélagið skoðað með hvaða hætti sveitarfélagið geti minnst viðburðarins þann 19. júní nk.
Byggðarráð samþykkir að þeir starfsmenn sveitarfélagins sem hafa starfsskyldu þann 19. júni n.k. fái frí frá kl. 12:00 að hádegi.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?