36. fundur 07. október 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fundargerð Róta Bs - stjórnarfundur 8 sept 2015

1510010

Fundargerðin lögð fram til kynningar

2.Fundargerð Róta bs. - stjórnarfundur 17. september 2015

1510008

Fundargerðin lögð fram til kynningar

3.Ósk um undanþágu frá 8000 íbúa viðmiði

1510011

Bréf Velferðarráðuneytisins frá 22. september þar sem ráðuneytið fjallar um beiðni sveitarfélaganna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um undanþágu frá 8000 viðmiði samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 59/1992 er lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð stjórnar SSNV frá 8. sept

1510012

Byggðaráð samþykkir eftirfarandi bókun við fundargerð þessa:

"Byggðaráð furðar sig á að SSNV hafi ekki lokið við að ráða atvinnufulltrúa á Blönduósi að nýju eins og rætt var um á ársþingi SSNV á Hvammstanga árið 2014. Á svæðinu eru uppi miklar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu og mikil þörf er fyrir markaðs-og kynningarstarf á atvinnustarfsemi sem fyrir er t.a.m. ferðaþjónustu.

Byggðaráð krefst þess að stjórn SSNV gangi frá ráðningu atvinnufulltrúa á Blönduósi eins fljótt og auðið er"

Fundargerðin lögð fram til kynningar

5.Fundargerð stjórnar SSNV - 15 sept 2015

1510013

Fundargerðin lögð fram til kynningar

6.Ársþing SSNV 2015 - drög að dagskrá

1510014

Ársþing SSNV 2015 verður haldið á Blönduósi föstudaginn 16. október n.k. Dagskrá þingsins lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð sambands íslenskra sveitarfélaga - stjórnarfundur 11. september 2015

1510015

Fundargerð lögð fram til kynningar

8.16. aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands

1510009

Fundargerðin lögð fram til kynningar

9.Fundargerð stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svartár - stjórnarfundur 24. september 2015

1510007

Fundargerðin lögð fram til kynningar

10.Fundargerð sambands íslenskra sveitarfélaga - stjórnarfundur 11. september 2015

1510015

Fundargerðin lögð fram til kynningar

11.Rekstrarstyrkur fyrir árið 2016

1509023

Farskólinn-miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð 163.000 kr. fyrir árið 2016.

Byggðaráð samþykkir erindið.

12.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni

1509024

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar efitr þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni að upphæð 46.900kr.

Byggðaráð samþykkir erindið.

13.Erindi frá Ámundakinn

1509018

Ámundakinn ehf. gerir Blönduósbæ tilboð í allt hlutafé sveitarfélagsins í Tækifæri ehf.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla upplýsinga um málið.

14.Vinnuferli við fjárhagsáætlun 2016

1510016

Sveitarstjóri lagði fram og kynnti vinnuferli við fjárhagsáætlunargerð 2016.

15.Önnur mál

1510017

16.Kleifar

1410016

Ábúðarsamningi vegna jarðarinnar Kleifa hefur verið sagt upp. Samningar við ábúendur hafa ekki skilað árangri.
Byggðaráð samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins að leiða málefni jarðarinnar Kleifa til lykta.

17.Íbúafundur

1510022

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar þann 14. apríl 2015 var eftirfarandi bókað: ?Sveitarstjórn samþykkir að fela byggðarráði að kanna kosti og galla þess að fram fari kosning meðal íbúa Blönduósbæjar um hámarkshraða á götum bæjarins. Byggðaráð komi með tillögu í málinu fyrir 1. október 2015?.

Umræður urðu um málið og byggðaráð leggur til að boðað verði til íbúafundar í byrjun febrúar 2016.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?