53. fundur 09. mars 2016 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð frá 29. janúar 2016

1603007

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð frá 26. febrúar 2016

1603008

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

3.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 24. febrúar 2016

1603006

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

4.Fjölbrautarskóli NV - fundargerð frá 22. febrúar 2016

1603004

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra lögð fram til kynningar.

5.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð frá 25. febrúar 2016

1602020

Fundargerð stjórnarfundar Veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.

6.Húsfélagið, Hnjúkabyggð 27 - fundargerð dags. 4. mars 2016

1603009

Fundargerð Húsfélagsins að Hnjúkabyggð 27 á Blönduósi lögð fram til kynningar.

7.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

1603010

XXX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið í Grand hóteli í Reykjavík 8. apríl 2016.

Landsþingsfulltrúi Blönduósbæjar er Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar, og mun hann mæta fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.Styrktarsjóður EBÍ

1502009

Vakin er athygli á að einungis aðildarsveitarfélög EBÍ er heimilt að senda inn styrkumsókn í sjóðinn og hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn.

Lagt fram til kynningar.

9.Boð á ársþing Ungmennasamband Austur - Húnvetninga

1603005

Sveitarstjórn Blönduósbæjar er boðið á 99. ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga sem haldið verður sunnudaginn 13. mars kl. 10:00 á Húnavöllum.

Lagt fram til kynningar.

10.Erindi frá Vilko ehf vegna forkaupsréttar á hlutabréfum

1603003

Á stjórnarfundi Vilko ehf. sem haldinn var 25. febrúar sl. var lagður fram kaupsamningur milli Auðuhumlu svf. og Ámundakinnar ehf. á öllu hlutafé Auðhumlu í Vilko ehf.

Í samþykktum Vilko ehf. kemur fram í 7. gr. að aðrir hluthafar hafi forkaupsrétt á seldum hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Óskað er eftir svörum hvort að Blönduósbær hyggist nýta sér forkaupsrétt sinn.

Byggðaráð hyggst ekki nýta forkaupsrétt sinn.

11.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vesta - umsögn vegna leyfis

1603002

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Atla Þór Gunnarssonar kt. 030682-5489, Mánaskál 541 Blönduósi f.h. Orkunýtingar ehf. kt. 680312-0360 um leyfi til að reka gististað í flokki II. að Sturluhóli 541 Blönduósi.

Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag
sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.

12.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli

1603011

Lagt fyrir fundinn drög að hönnun á ljósleiðara í dreifbýli Blönduósbæjar sem unnin var í samstarfi og samhliða hönnun á ljósleiðaratengingu í Húnavatnshreppi.

Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að framgangi málsins.


13.Önnur mál

1506021

1) Erindi frá Ámundakinn ehf. (1509018)

Ámundakinn ehf. gerir tilboð í eignarhlut Blönduósbæjar í Tækifæri hf.
Blönduósbær hefur nú þegar tekið tilboði KEA svf. í hlut Blönduósbæjar í Tækifæri hf. Byggðaráð samþykkir að andvirði þeirrar sölu verði ráðstafað til kaupa á hlutabréfum í Ámundakinn ehf.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?