54. fundur 15. mars 2016 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason fundarritari
Dagskrá

1.Norðurá bs - fundargerð dags. 8. maí 2015

1603016

Fundargerð Norðurá bs var lögð fram til kynningar.

2.Norðurá bs - fundargerð dags. 11. september 2015

1603017

Fundargerð Norðurár bs lögð fram til kynningar.

3.Norðurá bs - fundargerð dags. 2. október 2015

1603018

Fundargerð Norðurár bs lögð fram til kynningar.

4.Norðurá bs - dags. 9. október 2015

1603019

Fundargerð Norðurár bs lögð fram til kynningar

5.Framkvæmdir 2016

1508022

Farið var yfir undirbúning framkvæmda ársins. Verið er að vinna við endurbætur á 2 íbúðum í Hnjúkabyggð 27. Lögð voru fram tilboð í innréttingar vegna íbúðanna og var samþykkt að fela tæknideild að semja við verktaka um innréttingar og að ljúka framkvæmdum við íbúðirnar sem fyrst. Þá voru ræddar viðgerðir á Hnjúkabyggð 27 þar sem fyrirhugaðar eru verulegar framkvæmdir við lagfæringar á húsinu að utan. Stefnt er að framkvæmdum fyrir allt að 25 milljónum í ár. Byggðaráð samþykkir að taka þátt í framkvæmdunum en eignarhluti Blönduósbæjar er rúm 70%. Þá voru kynntar tillögur að endurbótum á eldhúsi og starfsmannaaðstöðu í Félagsheimlinu. Byggðaráð samþykktir að vísa framkvæmdunum til gerðar fjárhagsáætlunar 2017 en að öllum undirbúningi að framkvæmdunum verði lokið á þessu ári og stefnt að framkvæmdum í lok þessa árs og byrjun næsta árs. Búið er að panta efni vegna framkvæmda í Blönduskóla og á það að vera komið í vor áður en framkvæmdir hefjast.

6.Upplýsingamiðstöð

1603021

Kynnt drög að kostnaðaráætlun vegna starfsmanna við rekstur upplýsingamiðstöðvar. Samþykkt að senda tillögu á nágrannasveitarfélögin um að þau komi með formlegum hætti að samstarfi um rekstur upplýsingamiðstöðvar.

7.Reglur leikskólans Barnabæjar, erindi frá sveitarstjóra

1505002

Farið var yfir vinnu sem unnin hefur verið í að semja og setja saman reglur fyrir leikskólann Barnabæ.
Byggðaráð samþykkir reglurnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?