124. fundur 06. nóvember 2018 kl. 16:15 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019

1809010

Vinnufundur vegna Blönduskóla.
Sigrún Hauksdóttir aðalbókari Blönduósbæjar, Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri og Anna Margét Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri mættu á fundinn.

Þuríður og Anna Margrét gerðu grein fyrir tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

Kl. 17:00 bættust inn á fundinn Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar, Þorgils Magnússon byggingarfulltrúi, Ágúst Hafsteinsson arkitekt, Anna Margrét Jónsdóttir formaður fræðslunefndar og Zophonías Ari Lárusson formaður Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar.

Farið var yfir þau gögn sem þegar liggja fyrir um uppbyggingu og viðbyggingu grunnskólans og sköpuðust miklar umræður og hugmyndir um framtíðarsýn hans. Ákveðið var að kalla eftir uppfærðri kostnaðaráætlun vegna verkefnisins svo hægt sé að taka ákvörðun um uppbyggingu á þremur til fimm árum áður en vinnu við fjárhagsáætlun lýkur.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?