137. fundur 30. apríl 2019 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2019

1903005

Ágúst Þór Bragason mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda og undirbúning þeirra.

2.Vegagerðin - Framkvæmdir við brú yfir Blöndu

1904019

Erindi frá Vegagerðinni vegna framkvæmda við Blöndubrú
Valdimar og Ágúst gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu með fulltrúum vegagerðarinnar á Akureyri föstudaginn 12. apríl sl. Farið var yfir helstu framkvæmdir á svæðinu þ.m.t framkvæmdir við brú yfir Blöndu, verktími er áætlaður frá byrjun júlí til 15. október 2019.

3.Rarik - götulýsing í Blönduósbæ

1904014

RARIK hefur í áratugi sett upp og rekið götulýsingarkerfi vítt og breitt um landið. Ákveðin kaflaskil urðu þegar raforkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim þá fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja. Það er skoðun RARIK að það sé í raun löngu orðið tímabært að eignarhald götulýsingarkerfanna færist til veghaldara.
Farið var yfir innsend gögn, teikningar og drög að samningi og er Valdimar og Ágústi falið að hefja undirbúning og úttekt á núverandi stöðu.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - lög um opinber innkaup taka að fullu gildi 31. maí 2019

1904016

Athygli sveitarstjórna er vakin á því að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31. maí 2019. Það þýðir að frá þeim tíma gilda viðmiðunarreglur laganna um útboðsskyldu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Ágúst Þór vék af fundi kl. 17:00

5.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Ræktað land nr. 86

1805001

Erindi dags. 25. mars frá Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu þar sem svarað er beiðni um að taka að nýju eignarnámi á ræktuðu landi nr. 86 á Blönduósi, eign 233-7666, landnúmer 145238. Í erindinu veitir ráðuneytið Blönduósbæ heimild til að taka eignarnámi framantalið land með sbr. 1.mgr. 50. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Í ljósi svarbréfs ráðuneytisins frá 25. mars 2019 felur Byggðaráð Stefáni Ólafssyni að undirbúa eignarnám í samræmi við framangreindan úrskurð Umhverfis- og Auðlindaráðuneytisins.

6.Móttaka flóttafólks

1509005

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi móttöku flóttafólks. 15. maí n.k., munu koma 3 fjölskyldur flóttafólks til Blönduóss, samtals 15 manns og síðan ein 6m fjölskylda u.þ.b. mánuði síðar, eða samtals 21 aðilar og þar af eru 13 börn frá 3 - 15 ára. Búið er að útvega húsnæði fyrir allar fjölskyldur ásamt húsnæði fyrir verkefnastjóra.

7.Markaðsstofa Norðurlands - Arctic Coast Way

1904018

Valdimar gerði grein fyrir fundi sínum með fulltrúum Markaðsstofu Norðurlands 11. apríl sl. þar sem m.a. var kynnt opnun á verkefninu Arctic Coast Way sem verður formlega opnuð á degi hafsins 8. júní 2019. Á þessum degi mun Textílsetur Íslands vera með lista og vísindasmiðjur í tilefni degi hafsins. Einnig er hvatt til annarra viðburða á þessum degi.

8.Styrkumsókn

1904022

Helgi Freyr Margeirsson sækir um fyrir hönd Körfuboltaskóla Norðurlands vestra rekstrarstyrk fyrir árið 2019.
Byggðaráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum.

9.Þjóðleikhúsið - Ósk um sýningarrými

1805004

Þjóðleikhúsið stefnið á leikferð um landið í haust með tvær sýningar. Annarsvegar sýningu fyrir 5 ára leikskólabörn og hinsvegar fyrir unglinga í 10. bekk.
Þjóðleikshúsið óskar eftir að sveitarfélagið útvegi sýningarrými og gistingu fyrir 4-5.
Byggðaráð samþykkir að verða við erindinu eins og fyrri ár.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?