163. fundur 28. maí 2020 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá
Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs, mætti í byrjun fundar og var viðstaddur dagskrárlið eitt til fjögur.

1.Umsókn til Vegagerðarinnar um styrk til gerðar göngu- og hjólreiðastíga við Blönduós

2005021

Sveitarstjóri og forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs kynntu umsókn um styrk til Vegagerðarinnar vegna gerð göngu- og hjólastíga ásamt því að nýta gömlu Blöndubrúna yfir til Hrúteyjar.
Byggðaráð fagnar samningi milli Vegagerðarinnar og Blönduósbæjar um framkvæmd við útivistarstíg að Hrútey yfir Blöndu. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn, þar sem framlag Vegagerðarinnar er að upphæð 30 m.kr. og greiðist í upphafi árs 2021, eða eftir nánara samkomulagi.

2.Götulýsing - verðkönnun á endurnýjun

2003011

Fyrir fundinum liggja drög að verðkönnun frá RAFTÁKN um endurnýjun ljósabúnaðar í götulýsingu Blönduósbæjar.
Forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram á grundvelli þeirra gagna sem lágu fyrir fundinum.

3.Tjaldsvæðið á Blönduósi - framkvæmdir og framhald

2005020

Fyrir fundinum liggur yfirlýsing um framlengingu á samningi út árið 2020.
Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir tillögur að mögulegum endurbótum á aðgengi bíla að flötum tjaldsvæðisins t.d. með Ecoraster mottum.
Byggðaráð samþykkir framlagðar tillögur.

4.Skólaakstur

2005015

Fyrir fundinum liggur uppsögn núverandi verktaka á núverandi samningi um skólaakstur barna í Blönduósbæ.
Byggðaráð samþykkir útboð á skólaakstri.

5.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Fundarboð

2005019

Fundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga 12. júní 2020 nk.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja fund Lánasjóðs sveitarfélaga 12. júní 2020.

6.Stapi lífeyrissjóður - fundarboð til fulltrúaráðsfundar

2005013

Fundarboð stjórnar Stapa lífeyrissjóðs 2. júní nk.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að taka þátt í fulltrúaráðsfundi Stapa lífeyrissjóðs 2. júní nk. með fjarfundabúnaði.

7.Samtök orkusveitarfélaga - Ársreikningur 2019

2005018

Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaganna 2019
Sveitarstjóri upplýsti um starfsemi samtaka orkusveitarfélaga þar sem hann er varamaður í stjórn.

8.Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi - Fundargerð 4.11.2019

2005009

Fundargerð haustfundar Heimilisiðnaðarsafnsins 4. nóv 2019
Lagt fram til kynningar.

9.Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi - Stjórnarfundur 5.3.2020

2005010

Fundargerð stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins 5. mars 2020
Lagt fram til kynningar.

10.Heimiliðsiðnaðarsafnið Blönduósi - Stjórnarfundur 5.5.2020

2005011

Fundargerð stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins 5. maí 2020
Lagt fram til kynningar.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 883. fundar stjórnar

2005012

Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 8. maí 2020
Lagt fram til kynningar.

12.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - Fundargerð skólanefndar frá 8. maí 2020

2005014

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 8. maí 2020
Lagt fram til kynningar.

13.SSNV - Fundargerð 55. fundar stjórnar

2005016

Fundargerð 55. fundar stjórnar SSNV 12. maí 2020
Lagt fram til kynningar.

14.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 884. fundar stjórnar

2005017

Fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. maí 2020
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?