185. fundur 16. mars 2021 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Vegagerðin - Samningur um eignaskerðingu vegna Þverárfjallsvegar í landi Ennis

2102008

Þorgils Magnússon Bygginga- og skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar greinir frá fundi sínum og sveitarstjóra við Vegagerðina vegna lagningu Þverárfjallsvegar í landi Ennis
Þorgils greindi frá fundinum. Byggðarráð felur honum og sveitarstjóra að vinna að málinu áfram

2.FNV - Fundargerð skólanefndar frá 8. mars 2021

2103014

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra frá 8. mars 2021
Lagt fram til kynningar

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 895. fundar stjórnar frá 26. febrúar 2021

2103016

Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2021
Lagt fram til kynningar

4.Hafnasamband íslands - Fundargerð 432. fundar stjórnar frá 19. febrúar 2021

2103017

Fundargerð 432. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands frá 19. febrúar 2021
Lagt fram til kynningar

5.SSNV - Fundargerð 64. fundar stjórnar frá 2. mars 2021

2103019

Fundargerð 64. fundar stjórnar SSNV frá 2. mars 2021
Lagt fram til kynningar

6.Jafnréttisstofa - Tilkynning vegna nýrra jafnréttislaga

2103018

Erindi frá Jafnréttisstofu er varðar áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Lögð fram til kynningar tilkynning frá Jafnréttisstofu þar sem bent er á að nú hafa tekið gildi tvenn lög sem lúta að jafnréttismálum og leysa þau af hólmi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnanrétt kvenna og karla. Annars vegar er um að ræða lög nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála og hins vegar lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála er fjallað um skyldur sveitarfélaga, en um tölverðar breytingar er að ræða frá því að lög nr. 10/2008 voru í gildi. Áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum skulu nú vera víðtækari en að horfa eingöngu til kyns, m.a. skal horfa til laga nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Með hinum nýju lögum er ekki lengur kveðið á um skipun sérstakra jafnréttisnefnda heldur skal sveitarstjórn fela byggðarráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsins að fara með jafnréttismál. Að lokum hvetur Jafnréttisstofa sveitarfélögin til að nýta vel tímann fram að næstu sveitarstjórnarkosningum til að undirbúa gerð nýrra áætlana í jafnréttismálum.

7.Leigufélagið Bríet - Minnisblað og kynning

2103015

Erindi frá Leigufélaginu Bríeti er varðar samstarfsverkefni sveitarfélaga og Leigufélagsins Bríetar
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarsjóra að vinna að málinu

8.Kirkjugarðurinn á Blönduósi - Minnsiblað frá aðalfundi

2103020

Minnisblað frá aðalfundi Kirkjugarðsins á Blönduósi
Byggðarráð þakkar fyrir aðsent minnisblað. Sveitarstjóra falið að vinna með stjórn Kirkjugarðsins er varðar þann þátt sem talað er um í minnsblaði stjórnar er viðkemur samstarfi sveitarfélagsins og stjórnar Kirkjugarðsins

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?