186. fundur 23. mars 2021 kl. 11:30 - 13:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Formaður óskaði eftir því að bæta við einum lið, erindið er frá Ferðamálastofu og verður hann liður 6 í dagskrá. Samþykkt með þremur atkvæðum

1.Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2021

2101018

Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs, mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu mála.
Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir eftirfarandi atriði:
-Staða framkvæmda við Blönduskóla ásamt sundurliðun verkþátta
-Mögulegar lausnir á húsnæðisvanda Barnabæjar, úttekt og skoðun á stækkun og bráðabirgðalausnir. Áfram verður unnið að málinu
-Sparkvöllur, fyrir fundinum liggur endurnýjuð tilboð varðandi endurnýjun á gervigrasinu á sparkvellinum. Áfram verður unnið að málinu og lagt fyrir aftur
- Snjómokstur í sveitarfélaginu, farið yfir verklagsreglur varðandi forgangslista snjómoksturs og vinnulag
-Rarik, farið yfir samskipti við Rarik er varðar breytingu á verðskrá, málið er komið í réttan farveg og verður fylgt eftir

2.Örvar ehf. - Leiga á íbúð

2103022

Fyrirspurn til Byggðaráðs um leigu á íbúð.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur eigna- og framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu

3.Bændasamtök Íslands - Áskorun til sveitarfélaga

2103021

Áskorun til sveitarfélaga frá Bændasamtökum Íslands um notkun innlendra matvæla í skólamáltíðir.
Lagt fram til kynningar

4.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerð frá 45. fundi stjórnar

2103023

Fundargerð 45. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12. mars 2021.
Lagt fram til kynningar

5.Byggðarráð - Byggðakvóti sérreglur

2103024

Endurskoðun á sérreglum Byggðakvóta vegna 2021 - 2021.
Sveitarstjóra falið að endurskoða sérreglur Blönduósbæjar og senda á ráðuneytið, með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum

6.Ferðamálastofa - Synjun um styrk

2103025

Erindi frá Ferðamálastofu vegna synjunar styrks úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Byggðarráð óskar eftir rökstuðningi Ferðamálastofu vegna ítrekaðra synjunar á verkefni sem þegar hefur hlotið viðurkenningu og styrk til fyrsta áfanga

Fundi slitið - kl. 13:05.

Var efnið á síðunni hjálplegt?