30. fundur 03. október 2018 kl. 16:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
Dagskrá

1.Skólamáltíðir í Barnabæ

1810001

Fræðslulnefnd leggur til að athugað verði með að samræma kaup á máltíðum í leik- og grunnskóla. Fræðslunefnd vísar erindi til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.

2.Leiksvæði fyrir yngstu börn í Barnabæ

1810002

Fræðslunefnd leggur til að farið verði í að gera leiksvæði fyrir yngstu börnin í Barnabæ. En með breytingu á bílastæði núna í september 2018 missti leikskólinn það leiksvæði sem var fyrir yngstu börnin. Fræðslulnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir breytingum í fjárhagsáætlun 2019.

3.Skólastefna leik- og grunnskóla í Blönduósbæ

1810003

Fræðslunefnd leggur til að skólastefna Blönduósbæjar verði endurskoðuð. Í starfshóp verða fræðslustjóri, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Blönduskóla, leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri Barnabæjar og 2 nefndarmenn úr fræðslunefnd. Fræðslustjóra er falið að boða til fyrsta fundar.

4.Smíðakennsla í Blönduskóla

1810004

Fræðslunefnd krefst úrbóta í smíðakennslu við Blönduskóla. Nefndin leggur til að unnin verði 3-5 ára áætlun um uppbyggingu skólahúsnæðis með tilliti til þeirrar aðstöðu sem vantar í skólann og/eða þarf að bæta. Um er að ræða aðstöðu til smíðakennslu og heimilisfræði, auk þess sem koma þyrfti upp betri aðstöðu fyrir textílmennt og myndmennt. Jafnframt væri rétt að skoða samhliða frekari viðbætur við eldhús m.t.t. að þar yrði rekið fullbúið mötuneyti og stækkun skóladagheimili.
Samhliða þessari áætlun krefst fræðslunefnd þess að komið verði upp kennsluaðstöðu í smíðum til bráðabirgða svo hægt verði að kenna smíðar meðan á uppbyggingu fyrrgreindar aðstöðu stendur.
Minnt er á að Blönduósbær hefur nú þegar fengið áminningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna skorts á smíðakennslu. Á síðasta ári var lofað úrbótum sem ekki hefur enn verið staðið við.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?