18. fundur 20. febrúar 2017 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bergþór Pálsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Jóna Sigurðardóttir
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - Kynning á umbótaáætlun sveitarfélaga

1702017

Kristín Ingibjörg setti fundinn og bauð Þórdísi HAuksdóttir, fræðslustjóra velkomna.

Þórdís fór yfir vegvísi Samstarfsnefndar sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskóla. Samkvæmt nýjum kjarasamningi Sambandsins og Kennarasambandsins vegna Félags grunnskólakennara sem var samþykktur 29. nóvember 2016 á að skipa fulltrúa sveitarfélagsins til að stýra nefnd við gerð úrbótaáætlunar sem vinna á í samstarfi við skólastjóra og kennara sveitarfélagsins.

Fræðuslunefnd gerir það að tillögu sinni að Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, Anna Margrét Jónsdóttir og Bergþór Pálsson verði fulltrúar sveitarfélagsins í þessari vinnu og auk þeirra mun Þórdís Hauksdóttir starfa með hópnum.

Fyrirhugað er að hefja vinnuna hið fyrsta og mun Kristín Ingibjörg boða til fyrsta fundar.

2.Önnur mál

1506021

Engin önnur mál tekin fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?