38. fundur 11. júní 2020 kl. 16:30 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson varamaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Hilmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Starfsmannamál í Blönduskóla

1911003

Starfsmannamál í Blönduskóla
Í upphafi fundar bar Anna Margrét Jónsdóttir formaður fræðslunefndar upp eftirfarandi tillögu:
"Fræðslunefnd vill skýra hlutverk sitt hjá sveitarfélaginu en hefð hefur verið fyrir að fræðslunefnd staðfesti ráðningar í leik- og grunnskóla. Samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar fer fræðslunefnd hins vegar eingöngu með lögbundin verkefni sem tengjast málaflokkum sem undir það falla. Um er að ræða verkefni skólanefndar skv. 6. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og málefni leikskóla samvkæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008. Fræðslunefnd hefur fyrst og fremst faglegt hlutverk varðandi ýmsa þætti er lúta að skólastarfi en hefur ekki ráðningarvald. Fræðslunefnd leggur til að framvegis verði starfsmannamál Blönduskóla og Barnabæjar bókuð sem lögð fram til kynningar."
Að loknum umræðum um tillöguna var hún borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum samhljóða.

Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Blönduskóla fór yfir starfsmannamál Blönduskóla vegna komandi starfsárs.

Þuríður Þorláksdóttir aðstoðarskólastjóri hefur fengið ársleyfi næsta skólaár. Staðan var auglýst innanhúss. Anna Margret Sigurðardóttir sótti um og mun hún verða ráðin til afleysingar í eitt ár.

Aðrar stöður við skólann verða auglýstar á næstu dögum.

Þórhalla Guðbjartsdóttir, Lilja Jóhanna Árnadóttir og Sigurveig Sigurðardóttir yfirgáfu fundinn klukkan 16:58.

2.Starfsmannamál Barnabæjar

1911005

Starfsmannamál í Barnabæ
Jóhanna G Jónasdóttir leikskólastjóri Barnabæjar fór yfir starfsmannamál, búið er að ráða inn 2 starfsmenn þar af er einn leikskólakennari. Auglýst verður á næstu dögum eftir fleiri starfsmönnum fyrir næsta skólaár. Þegar hefur verið auglýst eftir deildastjórum og sérkennslustjóra. Ekki er búið að ganga frá ráðningum í þessar stöður en Jóhanna kynnti fyrir nefndinni ákvörðun sína um ráðningu sérkennslustjóra. Engar umsóknir bárust um stöðu deildastjóra.

Eftir umræður um ákvörðun leikskólastjóra um ráðningu sérkennslustjóra lögðu Atli Einarsson og Rannveig Rós Bjarnadóttir fram eftirfarandi bókun:

Menntun er ein grundvallarstoða samfélaga og gríðarlega mikilvægt að tryggja góða og faglega mönnun menntastofnana. Á opinberum aðilum hvílir sú lögbundna skylda að ráða hæfasta umsækjanda í störf á þeirra vegum. Ljóst er að við ráðningu í starf sérkennslustjóra Barnabæjar er um hæfa umsækjendur að ræða, og beinist þessi bókun ekki að neinu leyti að persónu þeirra. Fyrir liggur hlutlaust mat á hæfi umsækjenda og er óásættanlegt út frá stjórnsýslulegu og lagalegu sjónarhorni að fara gegn því mati.


3.Skóladagatal Barnabæjar

2006017

Skóladagatal Barnabæjar
Jóhanna G Jónasdóttir leikskólastjóri Barnabæjar kynnti skóladagatal Barnabæjar fyrir næsta skólaár, samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?