18. fundur 23. janúar 2020 kl. 16:15 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Lee Ann Maginnis formaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson Ritari
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun 2019 - 2023

1902003

a. Kynning á Jafnréttisáætlun
Tekin var ákvörðun um að senda jafnréttisáætlun auk verkáætlunar á alla sviðsstjóra sveitarfélagsins til kynningar.

b. Verkáætlun jafnréttisnefndar. Á árinu 2020 liggja fyrir eftirtalin verkefni:
Menningar-, tómstunda-, og íþróttanefnd: Árleg könnun á þáttöku og brottfalli barna og ungmenna úr íþrótta-og tómstundastarfi.
Jafnréttisnefnd og sveitarstjóri: Árleg úrtakskönnun á launum starfsmanna gerð í þeim tilgangi að fyrirbyggja kynbundinn launamun í störfum á vegum sveitarfélagsins.
Jafnréttisnefnd, sveitarstjóri og sviðsstjórar: Kanna möguleika á styttingu vinnuviku og sveigjanleika vinnutíma starfsmanna sveitarfélagsins.
Jafnréttisnefnd: Endurskoðun jafnréttisáætlunar.

c. Auglýsing á lausum störfum á vegum sveitarfélagsins.
Jafnréttisnefnd vill vekja athygli á ákvæði jafnréttisáætlunar Blönduósbæjar þar sem kveðið er á um að Áhersla skal lögð á jafnan hlut kynjanna á stjórnunar- og áhrifastöðum. Störf á vegum sveitarfélagsins skulu standa opin öllum kynjum og skal það koma skýrt fram í auglýsingum um laus störf á vegum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?