24. fundur 17. ágúst 2021 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Rúnar Örn Guðmundsson aðalmaður
  • Þórarinn Bjarki Benediktsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Göngur og réttir 2021

2108009

Göngur og réttir 2021
Lögð var fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingarverð verður 450 kr. og dagsverkið 14.500 kr. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir afgangi upp á 178.132 kr.
Gengið verður Langadalsfjall og Geitaskarð fyrstu helgina í september. Fyrri göngur í Tröllabotna og Laxárdal verða aðra helgina í september og seinni göngur helgina þar á eftir. Smaðal verður bæði fé og hrossum á Laxárdal samhliða, í seinni göngur.

2.Viðhald merkjagirðinga Hnjúka

2108010

Viðhald merkjagirðingar Hnjúka
Landbúnaðarnefnd barst erindi um að viðhaldi merkjagirðingar Hnjúka sé ábótavant. Landbúnaðarnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar og óskar eftir að farið verði í gagngera skoðun á girðingarmálum sveitarfélagsins sem víða eru í ólestri.

3.Önnur mál - Landbúnaðarnefnd

2108012

Ákveðið hefur verið í samvinnu við Skagabyggð að rífa gamlar girðingar í Norðurárdal með leyfi landeigenda, vegna slysahættu fyrir búfé. Nefndin leggur til að farið verði í verkið helgina 28. og 29. ágúst og óskað eftir sjálfboðaliðum.
Talsverðar umræður urðu í nefndinni um greiðar leiðir búfjár úr afrétt niður í byggð og vandræði sem af því hljótast. Nefndin óskar eftir samræðum við sveitarstjórn til að finna leiðir til að draga úr þessu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?